Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 83
83
nema á meðan byggð er mjög strjál. Um kirkjur eða önnur almenn
samkomuhús, og þar með talin hofin, er ekki að ræða, fyr en byggð
þjettist og fólki hefur fjölgað.
Þegar Ingjaldur Helgason hins magra reisti bú á Þverá, var
ekkert býli að minnsta kosti frá Þverá hinni ytri og allt frarn að
Núpufelli. Og eitt af hans fyrstu verkum hefur það verið, að svip-
ast eftir álitlegu akurstæði, og þá var það mjög hyggilegt, að velja
það fyrir sunnan ána, þar sem óvarinn akur var óhultur fyrir á-
gangi búfjár um óákveðinn tíma. Ef til vill hefur á þessum stað,
sem jeg hef bent á, verið rjóður í skóginum, og því auðvelt að erja
hann. Því að það vita þeir bezt, sem reynt hafa, hvað afar-erfitt er
að rækta viði vaxið land.
Svo þegar ráðizt var í að reisa hofið — sem líklega hefur ekki
verið fyr en á síðari árum Ingjaldar — þá var, samkvæmt fyr rit-
uðu — hyggilegt að hafa það rjett hjá akrinum, sem að líkindum
hefur reynzt vel. Svo þegar akurinn og hofið voru, komin á einn
stað, hafa þeir Þveræingar sett þar niður leysingja sinn, Hripkel
eða Hrip-Ketil, með eitthvert búhokur, til þess að sjá um hvort
tveggja, girða og hirða um akurinn og líta eftir hofinu, t. d. við-
halda hinum vígða, eilífa eldi á blótstallinum. Eg er á sama máli
og ungfrú Holtsmark, að þeir Þveræingar hafi gefið akrinum þetta
nafn, Vitazgjafi, sem nokkurs konar gælunafn. Þeir voru skáld-
hneigðir, a. m. k. Glúmur, og höfðu gaman af að nota sjaldgæf orð
og nöfn, samanber eið Glúms og bæjanöfnin Uppsalir og Sigtún,
af því að þeir voru ættaðir frá Svíþjóð.
Það er sennilegt, að fjandskapur þeirra Glúms og Sigmundar
hafi átt dýpri rætur en verðmæti akursins og annar nágrannakrytur,
þótt það út af fyrir sig væri nægilegt fjandskaparefni. En með því,
að ná fullkomnum eignarrjetti á akrinum, var opin leið til að ná
umráðarjetti yfir hofinu og þar af leiðandi völdum og virðingu í
hjeraðinu. Og sú deila gat ekki endað nema á einn veg, algerðum
ósigri — bana annars hvors þeirra.
Enginn getur vitað, hvað akur þessi, áburðarlítill eða áburðar-
laus, hefir enzt lengi eftir daga Glúms á Þverá og með rjettu borið
nafnið Vitazgjafi.
Það hefur verið og er enn almenn skoðun, að Þórunnarey sje
sama eyin eða hólminn í Eyjafjarðará, sem nú gengur undir nafninu
Staðarey, og það fullyrða þeir báðir, fornfræðingarnir, Kr. Kálund
6*