Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 86
86
Þverárklausturs 1461: „Eng og jarðareign í Miklu-ey. IFífilsgerði, með
Víðihólmi, Krókstaðir með Þórunnarey, — frá tekið þeim teigum,
sem Hafursstaðir og Eyrarland eiga“. Þessi máldagi tekur af öll
tvímæli um legu Þórunnareyjar, því að enn í dag eru þetta engjar
fymefndra jarða. Eyrarland á nyrzta partinn, en Króksstaðir mið-
hlutann. Jeg vil taka það fram, að Hafursstaðir stóðu yzt í túninu
á Kaupangi, og heitir þar enn Hafursstaðavöllur. Kaupangur hefur
þá verið tvær sjálfstæðar jarðir, og var því eðlilegt, að Hafursstaðir
ættu engjar út og niður, en Kaupangur suður og niður. Víðihólmur
mun hafa verið lítill hólmi, sem er rjett vestan við Þórunnarey og
norðar en Mikley. Hann er hár og því forn; hefur verið stærri. Til-
heyrir nú Eyrarlandi. Þar vex víðir, og er hólminn ekki sleginn.
Nafnið gleymt.
Hve nær nafnbreytingin varð úr Mikley í Staðarey, veit jeg ekki,
en líklega hefur það ekki orðið fyr en á seinustu tímum klausturs-
ins, og eyin þá kennd við Þverárstað, eins og fleiri staðir, t. d. Stað-
arbyggð, bærinn milli Þveránna. Staðarey tilheyrði Munka-Þverá
allt fram-undir aldamótin átján hundruð. En ekki munu ábúendurn-
ir sjálfir hafa heyjað þar síðari hluta aldarinnar, heldur lánað öðr-
um. Vegna fjarlægðar voru heyin ekki flutt heim á staðinn, held-
ur var haft þar f jós fyrir geldneyti á vetrum, og voru þau höfð norður
á Bleiksmýrardal á sumrum. Til skamms tíma mátti sjá votta fyrir
bæði Gamla-fjósi og Nýja-fjósi allra syðst á eynni. Sagt er, að nauta-
maður hafi haldið til á einhverjum bæ í nágrenninu, oftast á Kjarna.
Munnmælin segja, að í síðasta sinn, sem naut voru höfðu í Stað-
areynni — sem líklega hefur verið um eða fyrir miðja átjándu öld —
hafi komið óvanalegt flóð í Eyjafjarðará, svo að uxarnir stóðu upp
á síður í vatni, en nautamaðurinn, sem ekkert komst burt, varð að
húka uppi á bita í fjósinu í þrjú dægur. Sagt er, að stundum hafi
uxafjósið verið haft á Höskuldsstöðum, og heyin flutt þangað. En
Höskuldsstaðir voru yzt og efst í túninu á Jódísarstöðum, og voru
þar fjárhús til skamms tíma og kölluð Bóndhús; en nú er þar sljett-
að tún.
Nafnabreytingin Höskuldsstaðir í Bóndhús hefur orðið á seytj-
ándu öld (sbr. Jarðabók Árna Magnússonar).
Stefán Jónsson.