Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 87
Þórunnarholt — Brennistaðir.
I Landnámu er þannig sagt frá þeim þremur landnámskonum 1
Þverárhlíð, er allar voru nágrannakonur, og að því, er virðist, mjög
skammt á milli bæja þeirra:
„Arnbjörg hét kona; hon bjó at Arnbjargarlæk; hennar synir
váru þeir Eldgrímr, er bjó á hálsinn upp frá Arnbjargarlæk, á
Eldgrímsstöðum, ok Þorgestr, er fekk banasár, þá er þeir Hrani
börðust, þar sem nú heitir Hranafall. Þórunn hét kona, er bjó í
Þórunnarholti; hon átti land ofan til Víðilækjar ok upp til móts við
Þuríði spákonu, systur sína, er bjó í Gröf; við hana er kenndr Þór-
unnarhylr í Þverá, ok frá henni eru Hamarbyggjar komnir".
Það leikur nú enginn vafi á því, hvar bæir þeirra Arnbjargar og
Þuríðar hafa staðið. Arnbjargarlækur þar sem nú er, þó nolckru neð-
ar í túninu, og enn sjást bæjarrústir Þuríðar í Gröf. Sennilega hefir
byggðin flutzt að Hamri þegar eftir hennar daga, og Gröf þá lagzt
í eyði, því að vart mundu þeir bæir báðir byggðir í senn, Hamar og
Gröf, vegna landþrengsla. í Gröf er ekki gott bæjarstæði, vegna að-
fennis á vetrum, og svæði lítið til túnræktar, en vatnsbólið —
lækurinn — rennur þar við bæjarvegginn. Gröf, þar sem varla sjest
annað en upp í háloftið úr hvamminum og skógarþykkninu, var val-
inn staður fyrir völvu eða spákonu, að starfa ótrufluð að forneskju-
tilburðum sínum.
Um Þórunnarholt hefur aftur á móti verið í óvissu hvorttveggja:
hvar bær Þórunnar hefir staðið og hvar Víðilækur sá hefir verið, er
„hún átti land ofan til“. 1 Árbók Fornleifafjelagsins frá 1904 hyggur
Brynjólfur heitinn frá Minna-Núpi, að helzt sje að leita að rústum
Þórunnarholts í námunda við Þórunnarhyl í Þverá, þar sem enn í
dag sje kallað Þórunnarholt, klapparholt upp frá hylnum í Arn-
bjargarlækjar-landi. Holt þetta er víða hrísi vaxið, og í það holt á nú
Hjarðarholtkirkja í Borgarfirði skógarhögg.1) Norðurtungukirkja
1) Inn í klettinn, við hylinn, gengur lítill skúti, kallaður Þórunnarhellir.
Munnmæli segja, að hellirinn hafi áður verið stærri og Þórunn hafi búið þar,
en slikt nær engri átt.