Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 91
91
Gögn fyrir því, að Víðilækur í Landnámu sje sama og Veiði-
lækur nú, eru veikari en í hinu atriðinu. Þó hefi jeg sýnt fram á það,
að hjer var örnefnið hið sama og talað er um í Landnámu, og það
svo kunnugt, að almenningur allur í hjeraði þekkti, en nafn á keldu
(ef svo var) langt úr alfaravegi, þekkti varla nema heimilisfólkið
á bæ þeim, er hún rann í landi hans. Var og miklu meiri ástæða til
þess að geta um örnefnið, ef það var alþekkt. Hafi nú Þórunnar-
holtsland náð allt ofan að Veiðilæk, virðist lögun landareignarinnar
dálítið einkennileg, og ekki líkleg, að svo hafi lengi staðið. Hafa því
ummerki jarðar Þórunnar verið orðin önnur, þegar Landnáma var
skrifuð, en þá er líka því meiri ástæða til þess að greina frá því,
hversu langt landnám Þórunnar náði í upphafi, í þá átt, sem búið var
af því að sneiða.
Þorst. Þorsteinsson.
Bænhús á Kaðalsstöðum.
I jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins segir svo viðv.
Kaðalsstöðum í Stafholtstungum, 1709: „Munnmæli eru, að hér hafi
áður bænhús verið, en (ekki) hefur það uppi verið í manna minni.
En litlar sjást hér kirkjugarðsleifar, og stendur þar nú smiðjuhús,
sem áður ætla menn, að bænhúsið verið hafi“.
Vorið 1937 var grafinn skurður til að leggja í skolpleiðslu og
vatnsleiðslu beint vestur frá íbúðarhúsinu á Kaðalsstöðum, í sömu
stefnu og er á framhlið hússins. Var sá skurður um 3y> al. að dýpt,
mest. Um 5 álnir frá húsinu fannst allmikið af viðarkolum, svo sem
þar hefði verið kolagröf einhvern tíma. Um 16 álnir frá húsinu fannst
mikið af beinum úr ýmsum skepnum, og loks fundust 211/2 al. frá
húsinu mannabein; meðal þeirra voru bein úr ungbarni. Ætluðu menn
á Kaðalsstöðum, að um það bil hafi bænhús staðið fyrrum. Sýnir
fundur mannabeinanna, að gröftur hafi verið leyfður að því bæn-
húsi og að grafreiturinn hafi verið vestur frá íbúðarhúsinu, og senni-
lega hefir þá bænhúsið verið í þeim grafreit.
Jón Ólafsson, bóndi á Kaðalsstöðum, skýrði frá skurðgreftinum
og hvað fundizt hefði í skurðinum.
M. Þ.