Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 92
Landnámið í Gnúpveriahreppi.
Lítil athugasemd um það og útgáfu fornsagnanna.
í nýju útgáfu Grettissögu (1936, bls. 15) eru í aths. neðan-
máls þessar setningar:
„Samkvæmt því, sem segir hér og í Landnámu, sem er heimild
sögunnar, um takmörk landnámanna, standa Ófeigsstaðir ekki
í landnámi Ófeigs grettis, því að þeir eru fyrir vestan Kálfá, sem er
markalínan að vestanverðu. Sama er að segja um Skaptaholt, að það
er ekki í landnámi Þormóðar skafta, heldur í landnámi Ófeigs, þ. e.
milli Þverár og Kálfár“. (Þar á eftir eru tilvitnanir um þetta efni:
Kálund, Árb. Fornlfjel. og Skímir).
Þá er jeg las þessar setningar, ákvað jeg að gera athugasemd,
þó að svona lengi hafi það dregizt.
Fúslega viðurkenni jeg það, að búendur fornsagnanna undir
prentun,1) hafa hver með öðrum gefið margar glöggar og góðar
upplýsingar um sögur þær, sem út eru komnar: Uppruna þeirra,
samband við aðrar sögur, ættfærslu, staðhætti, tímatal, handrit, orða-
skýringar og annað þess háttar. Hafa þeir allir leyst af hendi mikið
verk og nauðsynlegt.
Eigi að síður þykir mjer nokkurs vant, og það einmitt á því
sviði, er jeg tel mest um vert, að gætt sje ítrustu skarpskyggni.
Það er að leiðrjetta þann rugling, skekkjur og ranghermi, sem aug-
ljóslega verður vart í nýprentuðu sögunum, eins og áður. Eru allar
líkur til þess, að flestar auðsæjar villur stafi frá ónákvæmum afritun-
um þeirra frumheimilda, sem allar eru glataðar.
Hættur við rangri afritun gátu verið margs konar: Rifin, óhrein
og fúin frumrit, rithöndin smá, þjett sett og mjög mikið skammstöf-
uð og breytileg. Lesbirtan lítil, gegnum örlitlar, ófægðar rúður eða
skjáglugga (líknarbelg, á stærð við asklok), og svo eftir rökkrið:
flöktandi tólgarkertaljós eða vesöl grútartíra. Hættan var því mikil
1) Jeg vil ekki segja útgefendur, þvi hjer er það ekki rjettmæli.