Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 95
95
Tilgreina einungis vötnin og annað varanlegt, sem lítið færist úr
stað, en sleppa landamerkja-hólum, -þúfum og -vörðum og líritum (3
steinar í þúfu).
Grettissaga (bls. 15) og Landnáma (1925, bls. 24) segja, að þeir
Ófeigur grettir og Þormóður ,skapti „váru hinn fyrsta vetr með
Þorbirni laxakarli“. Og þar hjá í Landnámu (bls. 25) er þetta
sagt: „Þorbjörn laxakarl nam Þjórsárdal allan ok Gnúpverjahrepp1)'
allan ofan til Kálfár ok bjó enn fyrst vetr at Miðhúsum; hann hafði
þrjár vetrsetur áðr hann kom í Haga; þar bjó hann til dauðadags“.
Þeir Ófeigur og Þormóður voru bræðrasynir, og af því hafa þeir
leitað húsaskjóls og landa hjá Þorbirni, að Una kona hans var bróður-
dóttir feðra þeirra. Afi þeirra allra var Ölver barnakarl, nafnkunn-
ur víkingur í Noregi.
Ekki fer það saman, að Þorbjörn laxakarl hafi í fyrstu numið
allan Gnúpvhr., og þó ekki nema „ofan til Kálfár“, því að hún er
langt nokkuð uppi í sveitinni. Þarna mun því vera villa afritara, í
staðinn fyrir „ofan til Laxár“. Hún aðskilur Hreppana, allt niður
fyrir Ytri-hreppinn (Hrunam.hr.), en þá tekur Sandlækurinn við og
lína frá honum suður í Þjórsá, sem er í mörkum milli Gnvhr. neðst
og Skeiðahr.
Neðsti bær í Gnvhr., sem er við Þjórsá, heitir Þrándarholt. Svo
sem góðu túnstæði austar er bærinn Miöhús, og er svo álitið, að þar
hafi Þorbjörn verið „enn fyrsta vetr“. Nú eru Miðhús fyrir neðan
Kálfá, og sannar það jaínframt, að þangað hefur landnám Þorbjarn-
ar laxakarls náð í fyrstu.
Ekkert segir Landnáma um það, hvar Þorbjörn bjó hina tvo vet-
urna, áður en hann „kom í Haga“. Annað hvort hefur höf. sjálfur
ekki heyrt það, eða ekkert þorað að fullyrða, og sett því að eins „þrjár
vetrsetur“ í staðinn. Að öðrum kosti gat afritari hlaupið yfir orð
(eða línu) og ruglað miklu yfirleitt í þessu landnámi. Bendir til þess
bæjarnafnið. Glöggur höf. hlaut að veita því eftirtekt, að Miðhús
sagði ekki rjett til um fyrstu húsin af þremur. Hins vegar væri nafn-
ið laukrjett, ef Þorbjörn hefði búið fyrsta veturinn við Sandlæk,
annan á Miðhúsum og hinn þriðja á Stóra-Núpi eða þar í nánd. Þá
urðu Miðhús bæði miðbærinn í aldursröð og líka miðbýlið milli
hinna tveggja.
!) Nafn hreppsins bendir til þess, að þegar Landnáma var rituð, þá hafi
Gnúpur (Stóri-Núpur) verið orðinn höfuðbýli sveitarinnar. Og víst er þar orð-
inn kirkjustaður fyrir eða um 1200. — Svo og á Stóra-Hofi, að vísu 1198.