Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 98
Vígin á Tvídægru.
Heiðarvíg eru með stórfeldustu atburðum hjer á landi í fornöld.
og frásögnin um þau, með öllu, er þau snertir, fyrir og eftir, ein af
merkilegustu fornsögum vorum. — En einkennilega litla útbreiðslu
virðist Heiðarvígasaga hafa fengið, meðan hún var enn óprentuð;.
munaði minnstu, að hún lenti í hópi horfinna sagna. — Og þó lifðu
á vörum manna frásagnir um þennan stórfelda atburð, bardagann
upp á Tvídægru, þar sem Borgfirðingar og Húnvetningar börðust,
um tveir tugir manna af hvorum, — 18 Norðlendingar og 25 Borg-
firðingar; en þær munnmælasagnir afbökuðust og urðu sízt til þess
að leiðbeina þeim, er á síðari öldum vildu grenslast eftir því, hvar á
Tvídægru þessi atburður, heiðarvígin, hefði átt sjer stað. í sögunni
sjálfri, hinni fomu, rituðu frásögu, segir það ekki fyllilega skýrt, er
ekki stutt nægilega með kunnum örnefnum. Og vígin urðu á hinum
öðrum tug 11. aldar, sennilega 1014, eins og segir í tveim fornum
annálum, svo að ekki er að vænta á vettvanginum neinna dysja þeirra
manna, er þar voru vegnir, en það voru 8 Borgfirðingar og 8 Norð-
lendingar, enda segir sagan, að Illugi svarti hafi látið „suðr færa
þeirra manna (þ. e. Borgfirðinga) lík, er fallnir váru“, og hún gefur
í skyn, að lík þeirra þriggja Norðlendinga, er f jellu, hafi einnig verið
færð til byggða síðar. Vígin urðu þar sem ekki hefur verið tíðfarið,.
þótt nærri vegi væri, og hefur ekkert sjerlegt einkenni á vettvangn-
um orðið til að minna vegfarendur á hann öld eftir öld. Ekki er heldur
kunnugt, að nein veruleg leit að honum hafi nokkru sinni verið gerð,
en kunnugt var af Heiðarvígasögu, að hann hafði verið á nesi í vatni
einu í hinum svo-nefnda Flóa á Tvídægru. Eins og Kr. Kálund benti
á í sögustaðlýsingu sinni, I., 351—52, gizkuðu menn helzt á, að vígin
hefðu orðið við Hrólfsvatn, sem að vísu er ekki talið vera á Flóanum,
heldur vestan-við hann; munu menn þó hafa sætt sig lengi við þá
tilgátu, unz Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi birti athuganir sínar
á þessu í Árb. Fornlfjel. 1895, bls. 17—19. Hann athugaði sjerstak-
lega, hvora leiðina Norðlendingar þeir, er vígin unnu á heiðinni,
hefðu farið, af þeim tveim leiðum, sem um hana liggja, og sá það