Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 100
100
höfðu menn verið sendir til hans, að segja honum af vígi því, er
Barði hafði unnið á Þorgautsstöðum um morguninn, og höfðu menn-
irnir hitt Hermund á leið upp frá Þingnesi; hafði hann þá þegar
beðið „hvern mann til farar með sér, er komask mætti“, og síðan
safnað liði og riðið eftir þeim Barða. — Virðist af sögunni, sem þeir
Barði hafi getað sjeð þetta lið nokkru áður en það var komið alveg
að þeim. Þeir virðast hafa fengið ráðrúm til að stíga á hesta sína og
komast nokkuð undan.„Nú ríðr Illugi eptir þeim með hundrað manna,
ok nú lýstr á mjörkva miklum, ok verða nú aptr at hverfa“. — Virð-
ist söguritarinn gefa í skyn með þessu orðalagi sínu, sennilega eftir
alþýðusögnum, að þessum „mikla mjörkva“ hafi lostið á fyrir nokk-
urs konar gjörninga, en aðgætandi er, að heiðarvíg urðu mjög síð
sumars, miðvikudaginn, er rúmar 4 vikur voru til vetrar, og að mjög
hefur verið orðið áliðið kvölds, er þeir Illugi voru komnir á vett-
vang. Enda segir í sögunni um þá, er síðastir höfðu komið til bar-
dagans á undan þeim Illuga, Tind skáld Hallkelsson og þá, er með
honum riðu eftir þeim Barða (sbr. 28. kap.), að það hafi verið „síð
dags“, er þeir riðu frá Hallkelsstöðum, og hefur því verið komið
kvöld, er þeir komu norður í Flóa á Tvídægru, þótt þeir kunni að
hafa farið aðra leið en hinir, sem voru neðar úr Hvítársíðu. Er sízt
furða, að þeir Illugi, sem farið hafa enn síðar úr byggð, lentu í miklu
myrkri á eftirreið sinni norður frá vettvanginum.
Brynjúlfur Jónsson fór að norðan, úr Núpsdal, upp á Tvídægru,
sumarið 1894 til að athuga um þau tvö vígi þar, sem Heiðarvígasaga
skýrir frá, og segir hann, að „hafi þeir Barði farið Gnúpdælagötur
— sem sýnist liggja beint við, er þeir gistu í Gnúpsdal, — þá kæmi
allvel heim, að vígin hefði orðið í tanga, sem er í Kvíslavatni hinu
nyrðra. Það er næstum í stefnunni, þá er farið er uppeftir Kjarrada!
og svo haldið áfram í sömu átt norðaustur á veginn.----Tanginn
er eigi breiðari en svo næst landi, að þar munu 16 menn geta varizt
samhliða. Útí vatninu er hann breiðari, og í honum gott haglendi.
Þar er hæðarbunga og má þaðan sjá nokkuð langt til, hvort menn
koma neðanað. Líka er sjónarhæð á landi, rjett við tangann, svo þar
þurftu þeir Illugi eigi að koma hinum á óvart“. Kveðst Brynjúlfur
hafa „leitað upplýsinga hjá kunnugum mönnum“, og hefur honum þá
verið sagt þetta, en hann kveðst eigi hafa getað sjeð stað þennan
sjálfur.
Er Fornritafjelagið hafði ákveðið að fara að gefa út Heiðar-
vígasögu, óskaði forseti þess, Jón Ásbjörnsson, hæstarjettarmála-
flutningsmaður, að jeg athugaði á ný, hvar sá staður myndi vera á
Tvídægru, er heiðarvíg hefðu orðið á. Jeg átti leið norður til Skaga-