Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 101
101
fjarðar 2. Ágúst 1936 og ákvað að fara úr Borgarfirðinum útúrkrólc
upp á Tvídægru. Rjeðist Jón Ásbjörnsson þá til ferðar með mjer og
ókum við að Arnbjargarlæk um kvöldið. Næsta morgun riðum við
þaðan sem leið liggur fram Þverárhlíð og Kjarradal. Var Davíð bóndi
Þorsteinsson á Arnbjargarlæk með okkur og enn fremur riðu þeir í
veg fyrir okkur eftir tilmælum hans, Andrjes bóndi Eyjólfsson í
Síðumúla og Torfi bóndi Magnússon í Hvammi. Eru þeir báðir mjög
vel kunnugir á Tvídægru, Andrjes einkum sunnan-til, en Torfi jafn-
framt vestan- og norðan-til. Veittu allir þessir menn okkur Jóni
ágæta fylgd fram á heiðina og tilsögn, er jeg votta þeim hjer beztu
þakkir fyrir.
Við riðum að Gilsbakkaseli og áðum þar skamma stund, en hjeld-
um síðan fram fyrir Króksvatnsá, og riðum þá upp að Króksvatni,
þar eð sumir menn höfðu bent á nes eða tanga, er gengi út í það, og
álitið, að syðra vígið kynni að hafa verið þar. Er þetta vatn um 5—6
km. í norðaustur frá selinu, — sjá uppdrætti landmælingastofnunar-
innar. Vatn þetta virðist vera grunnt og nesið er mjög lágt og blautt,
og hólmi fram-undan því, og þó varla fráskilinn. Virtist okkur ekki
líklegt, að syðra vígið hefði verið hjer, enda mun Króksvatn ekki
teljast vera í Flóanum, og virðist nokkuð úr leið frá þeim vegi, sem
þeir Barði munu hafa farið. — Króksvatn er sýnt á uppdráttum land-
mælingastofnunarinnar og það mun vera næst-vestasta vatnið, sem
sýnt er á Tvídægru á uppdrætti Bókmenntafjelagsins; er það sýnt
þar miklu stærra en það er í rauninni. — Það vatn er ekki Hrólfs-
vatn, svo sem Kr. Kálund hefir álitið, sbr. bls. 352 í 1. bindi sögu-
staðalýsingar hans; Hrólfsvatn er ekki sýnt á þeim uppdrætti, en á
uppdráttum landmælingastofnunarinnar sjest það; það er 2 km.
norðvestur frá Gilsbakkaseli. Það er fremur lítið vatn, en austan í
það gengur tiltölulega stór tangi, og kvað hár hóll vera framan-til
í honum. Sagði Torfi Magnússon, að gamlir vatnsbakkar sýndu, að
ofan-til hefði tanginn áður verið mjög mjór, en nú kvað hann vera
komnar miklar leirur beggja vegna við hann, enda væri vatnið allt
mjög grunnt. Þótti honum af ýmsum ástæðum, svo sem hann 2 áriun
áður hafði greint í brjefi til fræðimannsins Kristleifs Þorsteinssonar
á Stóra-Kroppi, mjög ólíklegt, að syðra vígið hefði verið í þessum
tanga. Hefi jeg síðar átt lcost á að sjá þetta brjef, og fellst jeg al-
gjörlega á skoðun Torfa á þessu, enda álít jeg, að leið þeirra Barða
hafi alls ekki legið nálægt Hrólfsvatni, og vitanlega er það ekki heldur
í Flóanum. Töldum við tilgangslaust og óþarft að ríða þangað í þess-
ari athugunarferð okkar.
Við riðum frá Króksvatni austur svo-nefnd Dofinsfjöll og á þá