Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 102
102
leið, sem liggur beint upp úr Kjarradal á Tvídægru, eða Núpdæla-
götur. Fórum við að Nyrðra-Kvíslavatni, til þess að athuga þann
stað, er Brynjúlfi Jónssyni hafði verið bent á þar sem syðra vígið.
Eru staðhættir þarna öldungis eins og hann lýsir þeim og honum
hafði verið sagt um þá. Tanginn eða eiðið er nákvæmlega 17,50 m.
að breidd á þeim kafla, þar sem það er einna mjóst, en að vísu er
vatnið hvorugu megin við það þar djúpt. Nokkur mói (mór) er ofan-
eða vestan-við það, og ekki síður utan-við, og er nesið afar-mikið út
í vatnið. — Á uppdrætti Bókmenntafélagsins er þetta vatn sýnt suð-
austur frá Flóavatni, en nes þetta í því er alls ekki sýnt. — Syðra-
Kvíslavatn er sýnt á sama uppdrætti í beina stefnu suðaustur af
hinu nyrðra. —
Svo virtist mjer, og jeg held mjer sje óhætt að segja: okkur
öllum, að hjer myndi vera sá staður, sem átt myndi hafa verið við í
Heiðarvígasögu sem syðra vígið, sá hinn sami staður, sem hún herm-
ir, að heiðarvíg hafi gjörzt á. Þó fannst okkur eitt atriði kunna að
gjöra þetta vafasamt, að minnsta kosti, ef svo væri litið á, að Illugi
svarti hefði komið til þessa vettvangs með sitt mikla lið hina sömu
leið, upp úr Kjarradal, sem ætla mætti, að þeir Barði og líklega flestir
þeir, er veittu honum eftirför á undan Illuga, hefðu farið. Bæði
hæðarbungan úti á nesinu og sjónarhæðin á landi, vestan-við eiðið,
þær er Brynjúlfur getur um, virtist okkur helzti fjarri til, að þeir
Barði hefðu getað gefið sjer ráðrúm til að fara þangað að skyggn-
ast um. Ætla mætti, ef til vill, að Koll-Gríss hefði gætt hestanna úti
á hæðarbungunni og getað varað þá Barða við þaðan, en helzti fjarri
virðist hún þó vera jafnvel til þess; og ekki kemur til mála, að nokk-
ur af liði Barða hafi verið á verði á sjónarhæðinni. En svo er háttað
á eiðinu, þar sem þeir norðanmenn hafa staðið í fylkingu og barizt,
og sömuleiðis hið næsta við það, að þaðan sjer mjög skammt suður
á göturnar upp frá Kjarradal; taka lágar hæðir við þeim megin og
byrgja þar fyrir útsýnið. Hefði Illugi því komið þá leið með lið sitt,
hefðu þeir Barði ekki getað sjeð það fyr en það var komið svo nærri
þeim, að þeim gat vart orðið undankomu auðið.
En það virðist ekki vera alveg sjálfsagt og víst, að Illugi svarti
hafi komið með liðið neðan Kjarradal, sömu leið, sem hinir höfðu
farið, sennilega allir, nema, ef til vill, Tindur skáld og þeir, sem með
honum komu frá Hallkelsstöðum. Fyrir þá hefur að vísu legið beinast
við að fara norður yfir Hallkelsstaðaheiði upp að Hólmavatni, ríða
norður með því að austan-verðu og norður í Kjarradal efst, en sú
leið er, að minnsta kosti nú á dögum, mjög ógreiðfær á köflum,
sakir vondra mýra og annara torfærna. Er öllu líklegra, að þeir