Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 103
103
Tindur hafi því farið fram Þorvaldsdal (er þá mun hafa heitið Þor-
varðsdalur, sbr. Árb.Fornl.fjel. 1923, bls. 38), norður að Grunnuvötn-
um og norður yfir Lambatungur, suðvestan-við Syðra-Kvíslavatn
og þá að hinu nyrðra, á Núpdælagötur, einmitt þar sem bardaginn
stóð á eiðinu. Af Lambatungukolli, sem er hæð norðaustan-á Lamba-
tungum, hafa þeir sjeð norður til vettvangsins, og þá eins sjezt
þaðan. Ekki er það heldur ólíklegt, að þessa sömu leið hafi Illugi
svarti og liðsafnaður hans farið. Ilermundur, sonur hans, hefir senni-
lega farið fram Hvítársíðu til að ltveðja menn til fylgdar og eftir-
reiðar, þá er enn voru ófarnir, og riðið heim að Gilsbakka. Lá þá
beinast við að sönnu að fara upp með Bæjargilinu og upp að Hólma-
vatni og upp í Kj arradal efst, en líklegra verður þó, að þeir Illugi hafi
heldur kosið að fara sömu leið og nú var talið líklegt, að þeir Tindur
skáld hafi farið,og hafi Illugi gjört það, verður eðlileg frásögnin um,
að þeir Barði hafi sjeð hann koma og getað riðið á braut í tæka tíð.
— Er við höfðum svipazt um við Nyrðra-Kvíslavatn og riðum þaðan
aftur um kvöldið, hjeldum við að sönnu ekki þessa leið, um Þorvalds-
dal, að Gilsbakka, í náttstað, heldur fórum við hjá Hólmavatni og
ofan-með Bæjargilinu; en Sigurður bóndi Snorrason á Gilsbakka, sem
við ræddum þetta mál við, taldi lang-líklegast, að lllugi og lið hans
hefði riðið fram Þorvaldsdal og þá leiðina upp að Nyrðra-Kvísla-
vatni.
Þeim athugasemdum hefur verið hreyft við þessa skoðun, að ekki
hafi þeir Illugi getað vitað, að bardaginn stæði við Nyrðra-Kvísla-
vatn, en ekki nær byggð, og að þeir hafi hlotið að reyna að komast
sem fyrst á slóð þeirra Barða, og e. fr., að leiðin fram Þorvaldsdal
og þar norður sje engu skemmri og sízt greiðfærari en leiðin fram
Kjarradal.
Aðgætandi er, að Illugi hefur að líkindum farið mjög síðla dags
úr byggð og því mátt búast við, að hann gæti ekki náð norðanmönn-
um í Kjarradal og ekki fyr en, ef til vildi, norður á heiði, en tækist
honum að verða fyrri upp á heiðina og komast fram fyrir þá, var
það enn betra en að ná þeim í beinni eftirreið. Eins og áður var tekið
fram, hefir Hermundur, sonur Illuga, að líkindum safnað liði um
Hvítársíðu og farið allt heim að Gilsbakka, og þar eð Illugi hafði
þá sennilega ekki frjett það, að neinir menn hefðu farið til eftirreiðar
af bæjunum þar fyrir framan, má gera ráð fyrir, að hann hafi viljað
ná mönnum þaðan einnig, ekki sízt þar sem hann hefur vitað þar
af slíkum köppum sem þeim Tanna og Eyjólfi á Þorvarðsstöðum og
Tindi á Hallkelsstöðum. En færi liðið allar götur inn á þá bæi (Krók-
bæi), var eðlilegra, að það riði til heiðarinnar upp um Þorvaldsdal