Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 104
104
(Þorvarðsdal), jafnvel þótt sú leið væri hvorki skemmri nje greið-
færari en aðrar, sem mun raunar órannsakað mál. — Eins og sjá má
af orðum Ketils á Þorgautsstöðum í upphafi 28. kap., skyldi þegar
kunngjöra mönnum vígið, sem Barði hafði unnið þar um morguninn,
„at eptir þeim sé riðit, sem verkit hafa unnit, ok firri sik svá sekð-
um ok f járlátum". En síðar 1 sama kapítula segir, að „því var eigi
komit á Gilsbakka, at Hermundr var til skips riðinn ok húskarlar
hans“.
Því miður hefir elcki enn verið gerður nákvæmur uppdráttur af
Tvídægru og óbyggðunum suður- og austur-af henni, en uppdráttur
Bókmenntafjelagsins af þessum slóðum er hvergi nærri góður. Við-
víkjandi Grunnuvötnum, er stefnt er upp að, þegar farið er um Þor-
valdsdal upp á Núpdælagötur, skal það tekið fram, að þau eru 2 (nú),
en skammt í milli. Þau eru á uppdrættinum sem eitt, langt og mjótt
vatn útsuður frá Úlfsvatni, og kvísl á milli. Úr þessum Grunnuvötn-
um rennur dálítil á í Kjarrá; hún er sýnd á uppdrættinum og heitir
Lambá; — má vera, og er þó alveg óvíst, að Lambatungur hafi fyrr-
um verið nefndar Lambártungur eða Lambártunga, milli Lambár og
Kjarrár, sbr. ömefnið Lambatungukollur, en Lambá mun vera fyrir
Lambaá og Kjarrá fyrir Kjarraá,1) og er það af eðlilegum samdrætti.
— En því mun farið upp að Grunnuvötnum, að vað er á Lambá þar
sem hún rennur úr útsyðra vatninu. — I Lambá miðri er á uppdrætt-
inum sýnd ílöng tjörn, en hún kvað ekki vera til (nú), að því er
Andrjes Eyjólfsson í Síðumúla hefir skýrt mjer frá; — hefir hann
einnig frætt mig um leiðina upp Þorvaldsdal og um Lambatungur.
— Úr Hólmavatni rennur Skammá í Lambá spölkorni ofar en hún
fellur í Kjarrá. — Kjarrá, sem neðar heitir Örnólfsdalsá og neðst
Þverá, myndast af þessum og öðrum ám og kvíslum, sem koma úr
vötnunum á heiðinni. Einna beinasti aðdragandi að henni, eða svo
sem upptök hennar, er kvísl sú, sem kemur úr Nyrðra-Kvíslavatni
og heitir Skjaldartjarnarkvísl; er kvísl þessi kennd við tjörn svo-
nefnda, sem hún rennur gegnum. Kvíslin (svo að eins er hún oftast
nefnd) og tjörnin eru sýndar á uppdrætti Bókmenntafjelagsins, en
tjörnin er sýnd of stór og ílöng; hún er lítil og sem kringlóttur skjöld-
ur að lögun, og hefur sennilega fengið nafn sitt af því. — Nyrðra-
Kvíslavatn, sem Skjaldartjarnarkvísl rennur úr, er eflaust kennt við
þá kvísl og ætti eftir því að heita Nyrðra-Kvíslarvatn, enda kann það
að hafa heitið svo áður, sbr. Reykjavík fyrir Reykjarvík og fleiri
1) Sbr. myndina Kjar(r)ará, sem stundum er notuð, — með innskots-
-erri, svo sem i ýmsum öðrum orðum, þar sem líkt stendur á.