Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 105
105
nöfn, sem err hefur fallið úr. En nú eru Kvíslavötnin tvö og mun
kvísl renna úr hvoru-tveggja vatninu, og kann mönnum þess vegna
að hafa fundizt eðlilegra að nefna vötnin Kvíslavötn, og hvort þeirra
um sig einnig Kvíslavatn, nyrðra og syðra, þótt ekki væri það alls
kostar eðlilegt nje líkur til, að það væri upprunalegt.
Vikið var því hjer að framan, að getið er um tvö vígi á Tví-
dægru í Heiðarvígasögu, í sambandi við ferð þeirra Barða til Þor-
gautsstaða og heim aftur, og að heiðarvíg gerðust í bardaga þeirra í
syðra víginu. Er Brynjúlfur Jónsson athugaði um þessi vígi 1894,
hvar þau hefðu verið á heiðinni, kveðst hann hafa komið á þann
stað, þar sem nyrðra vígið muni hafa verið, og segir hann svo um
þetta (Árb. Fornlfjel. 1895, bls. 18—19) : „Nyrðra vígið á þessari leið
væri líklegast tangi í Hávaðavatni hinu nyrðra. Hann er hæfilega
breiður fyrir 9 menn til vamar, og vegurinn liggur alveg hjá vatn-
inu við tangann, svo að eigi mátti hentugra vera fyrir flestra hluta
sakir. [Jeg hefi sjálfur sjeð þennan tanga í Hávaðavatni----------].
Hávaðavatn ið nyrðra er rjett fyrir norðan Hraungarða, sem eru
landamerki milli Norðurlands og Suðurlands". En síðan bætir Brynj-
úlfur við athugasemd um eitt mikilsvarðandi atriði í þessu sambandi
og rökræðir það síðan nokkuð: „Hið eina, sem er til ólíkinda við þessa
leið (sic, fyrir: þennan stað), er það, að enginn lækur rennur norður
úr Hávaðavatni. En í sögunni segir Þórarinn, að frá nyrðra víginu
„deilir norður vatnsföllum til hjeraða vorra“.“
í sögunni (24. kap.) segir Þórarinn spaki svo: „Flói heitir á
heiðinni, ok eru þar vötn stór; þat (sic, fyrir: þar) er í norðanverðum
Flóanum vatn þat, er nes liggr í ok eigi breiðara at ofanverðu en
níu menn megu standa jafnfram, ok deilir norðr vatnföllum til heraða
várra ór því vatni; þangat vísa ek yðr til. En annat vígi er í sunn-
anverðum Flóanum, er ek vilda síðr, at þér hefðið, ok yðr gegnir verr,
ef þér þurfuð til at taka“. Á Þórarinn hjer síðast við syðra vígið, er
nú hefir verið rætt um, þar sem heiðarvíg gerðust. En nyrðra vígið
taldi hann betra af því tvennu, að þar var mjórra nes og því hægra
fáum mönnum að verjast aðsókn, og í öðru lagi var það betra „fyrir
því, at þá berr norðr alla kviðburði, ok er yðr þat mest fullting, at
svá yrði".1) „Vatnföllin“ á heiðinni hafa þá ráðið fjórðungamótum,
Vestfirðinga og Norðlendinga.
Er leitazt er við að finna, hvar nyrðra vígið hafi verið, verður
1) Sbr. einnig orð Barða í 29. kap.: „hverr fari sem má, þar til er vér
komum til vígis þess, er fóstri minn mælti, at vér skyldim neyta í nyðra Flóan-
um“. Og e. fr. í 30. kap.: „væri betra at hafa it nyrðra vigit,-betra til
eptirmáls".