Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 106
106
því að taka mjög tillit til þessa, hvort deili „norðr vatnföllum --
ór því vatni“, sem ætlað er, að það hafi verið á einhverju nesi í.
Virðist því það vatn og nes, sem Brynjúlfur tilnefnir, ekki koma að
þessu leyti vel heim við söguna, enda þótt staðurinn sje að vísu í
Norðlendingafjórðungi nú, svo sem hann skýrir frá. Þetta var Brynj-
ólfi sjálfum ljóst, og því setur hann fram þá hugmynd, „að í Ketil-
vatni, eða öðrum þeim vötnum, sem þar eru næst veginum, hafi verið
tangi, svo lagaður, sem nyrðra víginu er lýst, en sem nú sje breyttur
eða horfinn". — En annars er það að segja um þennan tanga, sem
Brynjúlfur kveðst hafa sjálfur sjeð í Hávaðavatni hinu nyrðra, að
eftir því, er Torfi Magnússon í Hvammi, sem er þarna vel kunnugur,
fullyrðir í brjefi til forseta Fornritafjelagsins (7. III., 1937), er í
Hávaðavatni nyrðra „enginn tangi, sem geti komið til mála sem
nyrðra vígið“. Hann gefur e. fr. þessa skýring á missögn Brynjúlfs:
„Að vestanverðu við Núpdælagötur (svo er vegurinn yfir heiðina
nefndur), stuttan spöl frá þeim, en ofurlítið sunnar en Hávaðavatnið,
er allstórt vatn, Urðhæðavatn. Það er nærri beint í austur frá Kvísla-
vatninu, sem þjer komuð að í sumar, og ca. hálftíma-gangur á
milli þeirra. Austan í Urðhæðavatn gengur stór tangi, sem er mjög
skorinn í sundur í einum stað; ekki þori jeg að segja um, hvað mjór
hann er, en trúi varla, að hann sje mjórri en tanginn í Kvíslavatni.
— Mjer kemur í hug, að Br. J. hafi ekki fengið rjett nöfn á vötnum
á þessu svæði, en komið í þennan tanga, sem er skammt frá veginum,
og mjög lítill krókur í hann, ef fara á vestur hjá Kvíslavötnum“.
Brynjúlfur mun ekki hafa verið kunnugur á Tvídægru og ekki
vitað nöfn á vötnum þar fyr en hann kom þangað sumarið 1894. Má
vera, að honum hafi verið sagt þá skakkt til um nafnið á vatninu,
sem sá tangi var í, er hann sá og taldi líkur til, að verið hefði nyrðra
vígið. En hann segir um vatnið, sem tangi þessi var í, að það hafi
verið „rjett fyrir norðan Hraungarða“, og hann segir um tangann,
að hann hafi verið „hæfilega breiður fyrir 9 menn til varnar“, „og
vegurinn liggur alveg hjá vatninu, við tangann“, segir hann enn-
fremur. — Lýsing Torfa á því, hversu hagar til við Urðhæðavatn,
virðist ekki koma heim við lýsing Brynjúlfs af því, hversu hagar
til við Hávaðavatn hið nyrðra, — sem honum var sagt, að hjeti svo.
— Torfi segir einnig líkt frá því vatni, Hávaðavatni hinu nyrðra, að
öðru leyti en viðvíkur tanga þeim, sem Brynjúlfur kvaðst hafa sjeð í
því; Torfi segir nefnilega, að það, Hávaðavatn nyrðra, sje „rjett
austan-við veginn, sem liggur norður Tvídægru“, og að það sje „sem
næst því á merkjum á milli Norðlendinga og Sunnlendinga".
En þótt vatn það, sem Brynjúlfur áleit nyrðra vígið hafa verið