Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 108
Undir Þríhyrningi.
Nokkrar athugasemdir.
Þríhyrningur, sem er þjóðkunnur frá því í fornöld, hefir á síðarí
tímum verið gerður að umtalsefni bæði í ljóðum, ræðum og ritum.
Virðist ekki óviðeigandi að lýsa honum, með næsta umhverfi, nánar
en gert hefir verið, ef einhver vildi kynnast honum betur í núverandi
ásigkomulagi.
Umhverfi----Þríhyrningur snýr nokkum veginn frá landnorðri
til útsuðurs, og nokkru meira þó til austurs og vesturs; mun stefnan
vera 23° norðar og sunnar en til háausturs og hávesturs. Er því
rjettara að tala um suður- og norður-hlið hans, eins og Fljótshlíð-
ingar gera, en austur- og vestur-hlið, þótt það sje tíðara á Rangár-
völlum, — sbr. hið forna ritmál, austan ár og vestan, — og hjer verði
komizt svo að orði.
Fyrir austan (sunnan) Þríhyrning er dalur, ekki svo lítill, óblás-
inn og grasgefinn. Vestan (norðan) að honum er Þríhyrningur. Niður
undan norðasta (austasta) horni fjallsins er þykk grasbreiða allhátt
upp, og er hún áföst gömlu bæjarstæði (túni), að sjá. Að öðru leyti
er fjallshlíðin þar suðvestur-undan mjög brött og ber. Liggja sum-
staðar gróin aurrennsli niður á jafnsljettu, en önnur eru ógróin, og
jukust þau 1932 (og Ijósast einnig 1936).
Hins vegar dalsins, samhliða fjallinu, er háls, lágur að austan,
hár að vestan, og er þar allur grasi vaxinn, nálega hæst upp. Dalur-
inn er þrengstur fremst, en víkkar norður-eftir, og er þar beygja á
honum þvert vestur til fjallsins, fyrir norðan bæjarstæðið, og þreng-
ist hann þar aftur. Vestan-undir þessum hálsi og suðvestur-með hon-
um liggur Innhlíðar-vegur af Rangárvöllum til Hlíðarenda, og kall-
ast vegurinn þar „undir hlíðum“. Þaðan hallar honum norður og nið-
ur á Rangárvelli. Nú nýlega (1932) og mest veturinn 1936 hefur
vegurinn spillzt af einu gilinu, sunnanmegin við Hrafná; spilltist
hann af vatnsgrefti, eins og títt er í brekkum, þegar leysingavatn
hleypur á klaka í auðri jörð og við samdráttinn grefur sig undir
hann; meðfram hefur vegurinn, ef til vill, versnað af umferðarleysi,