Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 110
110
Þvert frá bæjarstæðinu liggja 12—15 götur (sbr. Lesbók Morg-
unbl. 1936, bls. 198) um hlið austur á veginn fyr-nefnda, milli hreppa,
ekki sízt vestur á Rangárvelli; munu göturnar vera frá fornöld. Ann-
ars ber lítið eða ekki á selgötum, sem beinna lægju við fram-með
fjallinu.
Grjót til bygginga undir Þríhyrningi hefur verið aðflutt. Sjeu
ekki allar selstöðutóftirnar frá sama tíma, og það er ekki líklegt,
nema þær sjeu frá tveim eða fleiri bæjum, er augljóst, að ekki hefir
þurft að rífa hinar yngri, heldur hefur jafnan verið til nóg grjót
fyrir hendi úr hinum fornu rústum, — og enn eru þar lausir steinar.
Beitarlandið. — Þegar skógurinn þvarr, jókst að sama skapi
næðingur á beitarfje og beitin rýrnaði, sjerstaklega austan dalsins;.
má þar nú heita örblásið land. 1 Þríhyrningi er enn gott beitarland,.
nema austurhlíðin fyrir sunnan bæjarstæðið; hún er örblásin. Ann-
ars er hinn forni gróður að meira eða minna leyti óblásinn neðst i
fjallinu hringinn í kring, og heldur sjer bezt á öllum norðurhluta
þess fram til beggja hliða. Þar þótti meira kostaland, allur kostur
meiri og betri en úti í Hólmslandi vestan Fiskár.
Fiská. — Fiská hygg jeg kennda við silung. Þetta nafn getur
hún þó varla borið með rjettu lengra en inn á móts við Rauðnefs-
staði, að hinum háa Leifðafossi, jafnvel þó að hún nú haldi því á
sljettunni, að hinum fyrstu upptökum úr Stiga- og Kálfatungu-gilj-
um. Sunnar bætast henni Merkjá, milli Rauðnefsstaða og Þorleifs-
staða, og fleiri smásytrur. Einhver mesti aðdragandi Fiskár er Þjófá,.
fyrir norðan Þríhyrning. Þjófárfoss blasir við utan af Rangárvöllum.
Þjófá fjekk nafn sitt litlu fyrir miðja 18. öld af bræðrum tveim úr
Fljótshlíð, Þórði og ögmundi Bjarnasonum, sem lögðust út og „duid-
ust í Þjófahelli fyrir austan Þríhyrning einn vetur“. Voru þeir hengd-
ir á Þingskálaþingi 1743 eða 1744 (Safn, II., bls. 222—23). Ef til vill
hefir hún áður heitið Fiská, og íossinn þá verið nefndur Fiskárfoss,
og lengra norður en að henni tel jeg ekki líklegt, að Þorkell bundinfóti
hafi fengið land til umráða. — Hrafnár tvær eru sunnar, og fellur
bæjarlækur Þorkels bundinfóta í þá syðri, en báðar falla þær í sam-
einingu í Fiská. — Þrátt fyrir allar þessar ár, sem falla úr Fiská,
er hún ekki meiri en bæjarlækur, — þótt stundum verði hún ófær
að vetri. Bætast henni þó margir smálækir úr Þríhyrningi og Vatns-
dalsfjalli, þar á meðal sá, er fellur úr vatninu þar, um Vatnsdal og
Engidal.
Hrappsstaðir — Hrafnsstaðir. — Nú á allra síðustu tímum hafa
sumir viljað halda því fram, að Hrappsstaðir sje sama nafnið og
Hrafnsstaðir, og að staðanöfnin austan Fiskár, Hrafnár, Hrafna-