Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 112
112
asta horni, og beint upp af Slakkanum. Sölvabreiðu-öxlin austan-við
Flosadal virðist vera hið 5. horn. Flosadalur er sýndur að skarðinu
í stað miðhorns, sem er fyrir botni hans. — Hálsinn virðist mjer
nokkuð beinn á uppdrættinum og heldur austarlega. Hann beygist að
nokkru leyti vestur á við til Vatnsdalsfjalls og myndar sveig, til
hálfhrings, austan- og sunnan-megin við Engidal. — Þríhellar, sem
eru stórkostleg móbergs-jarðföll, eru nokkru norðar en sýnt er á
uppdrættinum. — Gilin sum eru tæplega rjett. Bólgil, Tryppagil og
Tóma-gil eru ranglega sýnd með vatni, þótt fyrir leysingavatn sje
til orðin. Tóma-gil er kallað á uppdrættinum Tumagil, — fyrir mis-
skilning, og er nafnið sett neðst við það, á Rjettatungu, fyrir neðan
Rjettahól; um það er þar lækjarsytra. — I Katrínargili (Ingiríðargili)
er oglækjarsytra, þegar kemur niður-undir hálsinn. Maríuhellagilin (o.
fl. þar umhverfis) eru sýnd of sunnarlega, og ekki með rjettri lögun.
— Dalurinn fyrir austan Þríhyrning sýnist veill, og svo vegurinn
einnig. Hann er sýndur úr dalnum annars vegar í stefnu niður til
miðhlíðar, en hins vegar fyrir ofan Þjófafoss heim að Þorleifsstöðum,
sem sjaldan er farið, nema með búfje (smalagötur). En aðalvegurinn,
Hlíðarendavegur af Rangárvöllum, bak- við fjallið, er hvergi sýndur,
hvorki upp Hrafnatungu nyrðri, sem er farin á dreif, fyrir sunnan
Þjófá og upp til dalsins, nje úr honum og austur með hlíðinni („undir
hlíðum“)- Þessir vegir eru skýrastir næst fjallinu. — Vestan Fiskár
er uppdrættinum einnig ábótavant. Ekki sýndir Hrappsstaðir, sem
eru á horninu næst ánni, niður-af Ilrafnatungum, sem getið var
áður. — Reynifellsalda nálega öll sýnd blómlegu grasi vaxin, en hún
er víðast að eins með hnjótalífi, og mosa sumstaðar; en að eins ein
grastorfa, forn og þykk, er austan-í henni miðri að endilöngu og niður
undir jafnsljettu að sunnan; syðsti hlutinn er nú örmjór. Norður-
endi öldunnar er þó slitinn frá lyng- og mosa-gróinni heiðinni, sem
er fyrir norðan hana. Vestar, um túnið á Reynifelli, er nokkur gróður
upp í ölduna að norðan. Sunnan öldunnar, fyrir neðan rústina þar
(sbr. Árb. Fornlf. 1902, bls. 2) og allt inn með Fiská, austan öld-
unnar, er á uppdrættinum sýnt föngulegt heiðarland, sem alls ekki
var nje er til. Vestan-að rústinni, uppi í öldunni, er smátorfa, eftir-
stöðvar hins forna gróðurs. Bergvatnslind er uppi á öldunni norðar-
lega, nærri hæst, og er hún ekki sýnd á uppdrættinum. í vatnsfyll-
ingum fellur rás úr henni nokkuð niður á ölduna, og er þar nýlegur
gróður, nokkuð niður frá henni.
Keldum, í sept.—okt. 1936.
Skúli Guðmundsson.