Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 113
Örnefni á Keldum á Rangárvöllum.
Undirbúningsorð.
1 Safni til sögu íslands, IV. bindi, er grein um skýringar bæjar-
nafna á Islandi. Þar segir svo: „Kelda, þetta merkir upphaflega upp-
sprettulind og er sú merking orðsins í nafninu Keldur (í Rangárvalla-
sýslu) að minsta kosti, og hefir bærinn dregið nafnið af hinum unaðs-
legu lækjum og uppsprettum, sem þar eru“. Mun það eflaust rjett, að
bærinn dragi nafn af lækjunum og dásamlegu uppsprettunum, sem
þar eru svo ótölulega margar. En Kelda í nútíma merkipgu er engin
til í landareigninni, og engar líkur til að verið hafi frá því byggð
hófst.
Ekki er kunnugt, hver gefið hefir bæ sínum þetta fagra, smekk-
lega nafn. — Landneminn er ókunnur. Keldna getur fyrst í Njálu;
þá er Ingjaldur, sá er skoraðist undan að gera atför að Njáli, orðinn
þar stórbóndi.
Keldur eru fornt höfuðból og sögustaður. Um 200 ára skeið voru
þær annað helzta höfuðbýli Oddaverja, og höfðingi þeirra, hinn
ókrýndi konungur Islands, Jón Loftsson, bjó þar sín síðustu ár (og
mun grafinn á Keldum). Hann ljet byggja þar kirkju og klausturhús,
en dó áður (1197) en menn yrðu til ráðnir. Á Sturlungaöld bjó þar
ein mesta vitsmunakona og kvenskörungur þeirrar aldar, Steinvör
Sighvatsdóttir. Var hún tilkvödd ásamt biskupinum í Skálholti, til að
gera um sættir í málaferlum Þórðar kakala. Og þar sem þau greindi á,
skyldi Steinvör ráða. Mun það einsdæmi í íslandssögunni, að kona
sje kjörin sem annar aðili til að útkljá mál á opinberum vettvangi
með æðsta embættismanni landsins, og sett þó skör hærra.
Á Keldum hefir varðveitzt eini fornmannaskálinn, sem nú
er til á landinu, og leynigöng í sambandi við hann, fundin 1932. Má
ætla, að hvorutveggja sjeu minjar frá Oddaverjum.
Keldnaland liggur útsuður frá Heklu og allt á hrauni, að heita
má; því hallar öllu til suð-vesturs; elztu hraunin hafa runnið lengst
fram; svo er hver hraunbrúnin yfir annari að Heklurótum.
8