Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 114
114
Landareignin er víðáttumikil; lengri frá norðaustri til suðvesturs,
og mun nálægt 20 km. á þann veginn (4 tíma ferð). Á þessu svæði
hafa áður verið lönd þriggja eða fjögra annara sjerstakra jarða
og fjöldi afbýla. Upphaflegu hagamörk Keldna þekkjast nú ekki.
Lönd eyðijarðanna hafa smátt og smátt fallið undir jörðina. Hafa
því hagamörkin ekki fengið fastar skorður, fyr en á síðari öldum.
Þau eru sem hjer segir: Rauðkollur, innstur í mörkum afrjettar, það-
an í vestur beina stefnu í Pálsstein; úr honum í Blesuvikshól; þaðan
í Hraunslækjarbotn og úr honum í Kirkjuhól. Þaðan ræður Stokka-
lækur mörkum í Rangá hjá Bergsnefi. En frá Bergsnefi skilur Rangá
lönd Keldna og Hvolhrepps til Haldfossa, þá Teitsvötnin, sem voru
farvegur Rangár til loka 19. aldar, til Keldnafoss hjá Fossdalsrjett..
Ur því skilur Rangá lönd að Árholti og af Árholtsbrún beina stefnu
í Skógsöldu og þaðan í Rauðkoll.
En ekki eru nytjar þessa lands í hlutfalli við stærðina. Megin-
hluti þess eru blásin hraun og öræfi. Graslendið, sem heita má, er
aðeins eftir fremst í landareigninni, þar sem ár og lækir hlífa; ör-
lítið brot af því, sem áður var. Túnið er geiri, sem gengur út í sand-
auðnina, blásið langt fram með því til beggja hliða. Tilvera þess er
mannshendinni að þakka. Síðla á 19. öld og 20. hefur það margoft
verið þakið sandfönnum, og ekið af því hundruðum vagna af sandi, og
mætti segja, að það hefði næstum verið teiglagt með skóflu. 1882—8
og 1917 munu mestu sandárin. Þá brunuðu sandfannirnar fram af
öllum hæðadrögum í túninu og mannvirkjum, húsum, tröðum, görð-
um o. s. frv. En lík barátta hefir staðið lengur. Árið 1682 er farið
að fjúka á Keldnatúnið (Vaka, II. ár). Síðan mun það stöðugt, þó
áraskifti sjeu að. Hundrað árum síðar, 1787, eru sandfannirnar orðn-
ar óviðráðanlegar undir görðunum, þó hreinsað sje oft á ári (Eyði-
býli Rang.); og enn hundrað árum síðar, 1882—8, þá yfirlýkur að
öllu með innhaga. Það eru voða-ár í sögu Keldnalands.
Fram að þeim tíma (um 1880) var enn mikið af heiðalöndum
innan-vert við bæinn. Var það afbrigðagott beitiland, vaxið kjam-
mildu grasi, allskonar lyngjurtum, hnjeháum víðirunnum og gráviði,
birki á stöku stað. En nú er það allt horfið á braut. Tryllt og æðandí
náttúruöflin hafa sópað grassverðinum, sem við sandíburð hefir orðið
3—9 álna djúpur, gjörsamlega burtu, niður í möl og grjót. Sjást
enn leifar þessa lands á 9 álna háum bakka, sem stendur enn innan-
vert við bæinn.
Við uppblásturinn og eyðingu graslendis hafa mörg býli farið í
eyði. Eru nú taldar um 16—18 bæjarústir í Keldnalandi. (f einu
I-Ieklu-gosinu, 1436, tók af 18 bæi norður-undan Keldum). Á þriðj-