Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 115
115
ungi þeirra eru nöfnin týnd, t. d. á bæjarrústinni í Bugnum, við
Gildruhól, á Markhólstungum, Skógshrauni, undir Árholtsbrún og
jafnvel enn víðar; má þá geta til um afdrif annara örnefna umhverf-
is þau. Allt er glatað og gleymt að fullu. Rústirnar einu minnismerk-
in, er minna á horfna byggð. Þó er næstum undravert, hve enn loðir
við af örnefnum í hraununum, og munu sum eflaust frá síðari tím-
um, þó mörg geti verið frá fornöld, eins og örnefni Njálu vitna.
Atburðir hennar gerast nokkrir í landareign Keldna, og minna ör-
nefnin á sannleiksgildi hennar. En endingar munu hafa breyzt, „heiði“
í „hraun“, eða „hrauni“ skeytt aftan-við. Að nöfnin hafa þannig varð-
veitzt, er mest að þakka því, að á Keldum hefir setið sama ættkvíslin
um langan aldur, og í öðru lagi, að enn eru á lífi þeir menn, sem
hafa horft upp á umturnun jarðvegsins, er geystast fór fram sand-
árin miklu þar 1882—8.
Um Keldur og sandfok þar hefir oft verið skrifað áður, en það er
nú svo, að ekki er unnt að stinga niður penna um Keldnaland, án
þess að drepa á sandinn í sömu andránni. Svo mjög hafa örlög
Keldnalands verið háð þessu volduga, eyðandi afli.
Túnið.
Gamall árfarvegur (Sandgilju) og svo bæjarlækurinn liggja
eftir landareigninni endilangri, og skipta henni að nokkru leyti í
tvennt, þannig, að örnefni og staðarheiti takmarkast við árfarveginn.
Verður því til hægðarauka og gleggra yfirlits við skýringar örnefn-
anna talið upp í hvorum hlutanum fyrir sig. Eystri hlutinn verður
tekinn fyrst og farið rangsælis. Túnið mun þó tekið á undan og sama
regla við höfð.
Keldnatúnið (1) takmarkast af hrauni á allar hliðar, nema suð-
vestan, þar sem bæði læk-ir og það sjálft hefur brotið framrás gárans
lengra fram í heiðina. Sandgræðslugirðing liggur nú umhverfis þær
hliðar, og er kragi af túninu innan hennar. Síðan hún var sett (1926
—8) hefur gróður aukizt í henni, og mikið dregið úr sandfoki. Tún-
inu hallar mestöllu til suðurs. Meiri hluti þess er eggsljettur, en þó
er það mishæðótt. Það er um 35 dagsl. að stærð. Tveir breiðir, fal-
legir lækir falla í gegn um það og sldpta þeir því greinilega í þrennt.
Það er óvenju tilbreytingaríkt og mun óvíða sjást jafn-fagurt og
fjölbreytilegt tún. Bærinn stendur nálega á miðju túni. Bæjarröndin
er 53 m. á lengd; snúa 7 hús, íbúð og skemmur, stöfnum fram (skálinn
langs við). Ibúðin er undir járni, en önnur hús árefti og hellu, með
vallgrónum þekjum. Öll er byggingin rambyggileg. Að baki þeirra
er Húsagarðurinn (2) ; samhliða skálanum, baka-til, er gömul bað-
8*