Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 117
117
lind (24) niður af henni. Uppi á balanum fyrir vestan Tröðina er
kringlóttur kálgarður, sem heitir Tóft (25). — Byggður 1895.
Fyrir austan Austurtúnið eru upptök Keldnalækjar (26), og
heitir þar Austurbotnar (27). Þangað rann Sandgilja (28) áður en
hún hvarf í sandinn. 1 leysingum á veturna brýst hún fram með
aðrennsli úr hraununum, svo að bæjarlækurinn verður illúðlegt stór-
fljót, alófær. I Austui’botnum koma upp margar uppsprettur; mynda
þær Smáhólma (29). Segja munnmæli, að þar eigi að vera útburður,
og að ýli hátt í honum fyrir óveður.
Austurtún og Upptún (30) takmarkast af langri laut, sem ligg-
ur heim undir heygarð. Þar var heimreiðin af uppbæjum, norðan-að
og austan-að (Dagverðarnesi og Árbæ o. s. frv.), fram undir árið
1890, þá var lautin eitt flag, sem gróf út frá sjer á allar hliðar; nú
er hún grædd upp út að túngarði. Pálshóll (31) er fyrir norðan hey-
garðinn, kenndur við Pál bónda á Keldum (f 1828). Litli-hóll (32),
nokkru vestar. Hólavöllur (33) er norðvestastur og hæstur í túninu;
var hann fyrrum miklu víðáttumeiri, náði út að hraunbrún; en nú
er ekki annað óblásið en hóllinn, sem völlurinn hefur dregið nafn af,
en vallarnafnið smáfærzt heim á hólinn, eftir því, sem völlurinn
bljes að norðan. Hólavöllur er einkar fagur, eggsljettur; sjer þaðan
til hafs. Á hólnum hæst uppi er varða mikil, hringhlaðin, mannhæð-
arhá, hol innan. Nokkrir menn geta staðið uppi á henni. Ilún er
kennd við völlinn og kölluð Hólavallarvarða (34). Til skamms tíma var
Upptún og Hólavöllur að 3 áttum með 3 mannhæðaháum bakkabrot-
um, einnig var hann farinn að klofna vestan-frá. Var ekki annað
sýnna um skeið en að þau landbrot riðu honum að fullu. En nú er búið
að stinga niður alla bakka, og klæða gárana, svo að nú eru grænar
brekkur þar sem áður voru íhvolfir háir rofbakkar að brotna og
blása.
Sljettan fyrir norðan bæinn er nefnd Flöt (35) og krikinn milli
hennar og Hólavallar Stöðull (36). Kýrnar voru mjólkaðar þar, til
1920, þá var hann að mestu ógróinn, með háum bakkabrotum. Hóla-
vallarbrekkan (37) er sunnan-í Hólavellinum; það er nú verið að
græða hann upp úr urðarskriðu. Hún er upp-af Vesturbotnum (38);
þar eru upptök Króktúnslækjar (39), er fellur í Keldnalæk við tún-
fótinn. I botnunum stendur enn gömul Mylna (40). Fram af lækjar-
botninum koma upp nokkrar lindir. Fremst er Maríubrunnur (41).
Frá honum er sagt í Biskupasögunum. Guðm. góði Hólabyskup á að
hafa vígt hann. Vatn hans var notað til lækninga; er ein jarteina-
sagan um hann í Biskupasögunum. Nú í seinni tíð hefir trúin á mátt
hans vaknað aftur, og þykir vatn hans einkum gott til augnlækninga