Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 118
118
(þó ekki fái blindir sýn). Kona ein, sem lengi var búin að þjást af
augnveiki, varð alheil með því að drepa fingri sínum í augun, vættum
úr Maríubrunni, og dæmi eru til, að menn hafa fengið vatn á flöskur
langar leiðir að. (Hefði það eflaust haft sama mátt, þótt það væri
úr öðrum lindum; allt vatn er hjer afburða-gott og heilnæmt).
1 botni Maríubrunns, mittisdjúpt, á að vera móbergshella með 18 göt-
um,1) sem vatnið bólar upp um. Sandysja er ofan-á hellunni, og
er yfirborð hennar, niðri í vatninu, eins og í sjóðandi grautar-
potti. Maríubrunnur er í Tanganum (42); hann liggur milli lækj-
anna Keldna og Króktúns. Stöplarnir (43), nýju og gömlu, eru í
Króktúnslæk fremst í Tanga. Þeir voru hlaðnir fyrir kvíær, sem voru
mjólkaðar í færikvíum fremst í honum (síðast 1920). örlygsvað
(44) mætti kann ske nefna í Tanga, uppi við brekku austan-megin;
ber það nafn síðan Borgarættin var leikin hjer 1919. Óðu þá 4 menn
með lík Örlygs yfir lækinn þar, en líkfylgdin reið á eftir, 2 og 2 saman.
Króktún (45) var hjáleiga frá Keldum; það var lagt í eyði vegna
sandágangs heimajarðar 1839. Króktúnshúsin, er þar standa nú, voru
sett í bæjarrústirnar. Útsuður af bænum (Króktúni) var Skygnir
(46), nú nefndur Króktúnshóll. í hólnum á að búa huldufólk. Fyrir
vestan hann er Beinarófa (47). Þvert yfir Króktúnið framarlega
liggur Gerðisgarðurinn (48). Hann er frá fornöld, og nær út í hraun-
ið fyrir utan; er það nokkur hluti garðs þess, sem liggur umhverfis
túnið. Hafa þá að líkindum allar slægjur verið innangarðs. Fyrir
sunnan garðinn er Gerðið (49); það er útseta frá Króktúni.
Framtún (50) er túnið nefnt fyrir sunnan lækinn. Til er sögn
um það, að bærinn hafi staðið þar fyrst, og er bent á upphækkun á
miðju túninu í því sambandi. Því til sönnunar sást til gamalla geila
(traða?) fram um 1880, er allt fylltist sandi, og Framtúnslamb-
húsin (51), er þar standa nú, voru sett á gamlar rústir 1884. En aðal-
lega mun stuðzt við ummæli Þorlákssögu helga, hinnar yngri, er segir,
að Jón Loftsson hafi látið byggja kirkju og klausturhús fyrir norðan
læk. En má vera, að það stafi af ókunnugleik söguritara, því þar er
ljótara bæjarstæði, nema þá að skilyrði hafi upphaflega verið betri
fyrir framan lækinn — skógminna. Á móts við lækjarmótin eru
Gömlu-lambhúsin (52). Þau voru flutt undan sandi heimar 1884. Fyr-
ir sunnan þau er Framtúnshóll (53). Hann er nú að týnast úr tölunni,
því svo mikið grjót hefur verið rifið úr honum til bygginga, að
hann má heita jafnaður við jörðu. Sunnan-við Framtúnshólinn, til
1) Jón Guðmundsson, síðar bóndi á Ægissíðu, gróf eitt sinn upp brunn-
inn, tók upp nokkra hraunsteina, en fann enga hellu.