Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 119
119
austanáttar, var Framtúnsgarðurinn (54). Innan-við hann, austar-
lega, var Framtúnsrjettin (55) og austar utan garðs Framtúnsstöð-
ullinn (56). Fyrir sunnan túnið vestarlega, utan-við forna torfgarð-
inn, rennur smálind, sem heitir Skurður (57). Hann var grafinn
frá syðsta lækjarbotninum vestur í læk, af núverandi ábúanda, Sk.
G., eftir aldamót, til varnar sandfoki. Nú eru nýrækt og kartöflugarð-
ar komnir á gárann fram að Skurði. Fyrir austan Framtún er Litli-
hólmi (58), og austan hans Stóri-hólmi (59). Blástur var kominn í
hólmann úr brúninni fyrir ofan, en nú er hann í uppgróningi. Hólma-
lækur (60) fellur fram milli hólmanna. Forn vegur liggur yfir hólm-
ann austarlega og upp úr austanvert við túnið, sennilega úr Miðhlíð til
upp- og út-sveita.
Úthagar.
Móinn (61) liggur suður-af Framtúni, frá heiðarbrúninni og
vestur að læknum. Hann er nú að mestu blásinn, klofinn í tvennt.
Skarðið (62) í gegnum hann í hásuðri. Mikill hluti hans er nú innan
sandgirðingarinnar og er nú tekinn að gróa á ný. Á Móanum er
íornmannagarður, Móagarðurinn (63), enn óblásinn; er það nokkur
hluti garðs þess, er umlukt hefur túnið. Um 1760 var áveita yfir
Móann. Keldna- og Hólma-lækir teknir upp í botni; fyrirhleðsla sjest
enn, þó að Sandgilja hafi nú rutt mestu í burtu. Slægjur voru þá á
Móanum. Um 1870 var aðeins mjór gári niður brúnina; sást þá
áveituskurður austur með henni, einnig sást til hans fyrir ofan Stóra-
hólma efst. Vatnið hefir að líkindum haft framrás á miðjum Móa
um Skarðið. Um 1760 bjó hjer Stefán Bjarnason Halldórssonar á
Víkingslæk, er Víkingslækjarætt er kennd við. Stefán var afi Guð-
mundar Brynjólfssonar, er bjó hjer rjetta hálfa öld (f. 1794, f 1883),
föður Skúla, núverandi bónda á Keldum. Vestur við lækinn, þar sem
hann tekur stefnu til vesturs, eru klettar nokkrir í þyrpingu, nefndir
Grjót (64); Grjótavað (65) er hjá þeim. Nú er það ófært. Lækurinn
lxefur grafið sig. Eru þar háar brekkur að til beggja hliða. Til gam-
alla gatna sást í brekkunum fyrir vestan lækinn, áður en Móinn bljes
og fyllti misjöfnurnar. Austurbugshóll (66) er við beygjuna á lækn-
um, blásinn að norðan; liggur Austurbugurinn (67) fyrir vestan hann.
Höldin, Vesturhald (68) og Austurhald (69), eru fremst í land-
areigninni austan-megin; takmarkast þau af Keldnalæk að vestan, og
Rangá (70) og Teitsvötnum (71) að sunnan og austan. Fram undir
aldamót 1900 voru Teitsvötnin, er þau komu móts við Austurhald-
ið, aðalfarvegur Rangár, en smá-áll rann þá milli haldanna, en í
miklum leysingum á veturna gróf hún sig dýpra og dýpra niður, og