Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 120
120
nú hefur hún algjörlega skilið Austurhaldið frá landareign Keldna.
Er þar þur eyri milli Rangár og Teitsvatna, þar sem hún fjell áður.
Líklegast hefur áin lagzt í gamla áveituskurði yfir höldin; benda
til þess skurðir miklir í Vestur-haldinu og Skarðið á miðjum Móa
(Árb. Fomlfjel. 1928).
Það lítur út fyrir, að hjer hafi verið gerðar stórfelldar jarðar-
bætur fyr á tímum; geysimiklir áveituskurðir bera þess merki, þar
sem bæði Rangá og lækurinn á tveim stöðum hafa verið tekin upp
og bægt af braut sinni yfir heiðar og móa, einnig Sandgilju; sjást
líka fyrirhleðslugarðar, auk hins mikla vörzlugarðs, er umlukti túnið.
Mundi engum einstökum kleift að ráðast í aðrar eins framkvæmdir
(þótt styrkir og verðlaun fylgdu). Eru þær sennilega frá fornöld,
meðan vinnukraftur var ódýr og dugnaður nógur.
Nokkur ömefni eru í höldunum: Haldsporður (72) heitir syðsta
taglið í Vesturhaldi; stendur þar Haldborgin. Nokkru ofar með lækn-
um er allhár hóll, nefndur Haldhóll (78). Syðsta-lind (74) sprettur
upp undan honum; í henni er smá-hólmi, víðivaxinn. Þá er Miðlind
(75) og Efstalind (76) efst. Milli fremri linda er Haldvað (77). Nú
er það að vísu úr sögunni, en að því liggur mikið af gömlum götum,
svo auðsjeð er, að það hefir verið tíðfarið fyrrum. Haldið er að brotna
og blása að norðanverðunni; er mikið blásið land upp að Móanum, og
er það nefnt nú orðið Haldhraun (78), áður var það kallað Moldir,
sbr. Miðmoldarklett (79) í miðju hrauninu. 1 fyrstunni mun gárinn
bakkabrot frá ánni; miðhluti hans er nú örblásinn og farinn að gróa
á ný. Smááll úr ánni er farinn að kasta sjer vestur í læk fyrir ofan
Vesturhaldið. Austurhaldið er sljettlent og mishæðalaust. Haldfossar
(80) eru fram-af Austurhaldstaglinu (81) í Teitsvötnum, þar sem
þau falla í ána. Fyrir haldinu miðju, á Rangá gömlu, eða Teitsvötnum
nú, er Þorgeirsvað (82), kennt við Þorgeir Otkelsson, er Gunnar á
Hlíðarenda vá og kastaði á atgeirnum út á Rangá; rak þá líkið ofan
á vaðið og festist þar á steini og heitir hann síðan Þorgeirssteinn
(83). Skógarmannavað (84) er nokkru ofar og Eyrarvað (85) efst,
nú í þjóðbraut.1) Austurhaldshúsin eru í miðju haldi.
Austur og upp af Móanum liggur Austurheiðin (86) . Hún er nú
hálf blásin eða vel það. Áður hefur hún náð austur með túninu fyrir
ofan Austurbotnana, fylgt brún. Heiðarbrúnin (87), sem enn er óblás-
in, er einkar-fögur, með djúpum hvömmum og dölum; hefur stafað af
henni prýði mikil, á meðan hún var öll svo heim að túni. Nú eru
hvammar þeir, er að bænum vita, fullir af sandi, en nokkur blöðku-
1) Um vöðin á Rangá sjá Árb. Fomlf. 1928.