Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 121
121
gróður er kominn í þá, sem sáð hefur verið til síðan sandgræðslu-
girðingin var sett. Er allmikið svæði af hinu blásna Austurheiðar-
iandi innan hennar. Brattabrekka (88) er upp af Sandgiljufarvegi,
austan sandgræðslugirðingar; óblásin til 1870. Lambhúshóll (89) er
á brúninni fyrir ofan Austurbotnana; sjer þar til tóftarbrota. Uppi á
brún að sjá í Þríhyrning er all-hár hóll með vörðu, sem heitir Vörðu-
hóll (90). Vestur af honum í brúninni er Stekkjartúnshvammur (91).
Páll Guðmundsson, bóndi á Keldum, áður-nefndur, byggði þar stekk
með túngarði og fjekk verðlaun fyrir. Land-norður af honum er
Innrivörðuhóll (92) eða Innrivarða, eins og hóllinn er kallaður. Þar
hafa staðið 2 lambhús. Hrossahagi var þar góður umhverfis í tíð
Guðmundar Brynjólfssonar, áðurnefnds. Inn af þeim hól er Lómur-
inn (98). Fornmannagarður liggur að honum. Landnorður af hon-
um er allmikill hóll, sem heitir Þrívörðuhóll (94). Er hann kenndur
við þrjú vörðubrot, er standa á honum. Umhverfis hann var Þrí-
vörðuheiðin (95). Austan í hólnum voru Lambhúsin fram yfir miðja
19. öld, er þau voru flutt undan sandi á Framtún (Gömlu-lambhús).
Hjá hólnum er einnig gamall skjólgarður fyrir hesta. Öll þessi nöfn,
nema Vörðuhóll og Þrívörðuhóll, eru týnd úr daglegri notkun. —
Þrívörðuheiðin er öll blásin.
Hamarslág (96) er nú í mörkum hraunsins og graslendisins, með
standhamar innst í botni. Hún skerst inn í heiðarbrúnina að framan-
verðu, og er nyrðri brún hennar uppblásin. Eftir heiðinni endilangri
liggur laut, sem vera mun gamall áveituskurður yfir Móann, úr
Rangá frá Árholti. Lautin er kölluð Langalág (97). Fyrir austan
brúnarhornið við ána er Fossdals-rjettin (98). Hún er að mestu
náttúrusmíð, skipt í þrjár rjettir, og mun taka um tvö þúsnd fjár.
Árið 1875 eða 1876 voru allir Keldnahagarnir smalaðir fyrir slátt-
inn til upprekstrar á fjall og allt rekið inn í Fossdalsrjett, og var
þá talið út úr henni allt að 2,400. Var hún þá vel full. Innsta rjettin
heitir Stekkur (99). Þar var fært frá, þar til fráfærur lögðust
niður 1920, og baðað lengi. Baðpallurinn er nærri sjálfgerður. Nú
er fje safnað þar til rúninga, austan lækjar. Rjettin er sjerkennileg
og fögur, blágrýtishamraborg að miklu leyti á þrjá vegu. Keldnafoss
(100) er á aðra hönd, en há brekka á hina, og sljett flöt fram undan.
Hæst á norðurbrún ldettabeltisins (rjettarinnar) situr maður. Held-
ur hann hendinni fram, bendir mönnum á tign umhverfisins. Reyni-
fellsvað (101) lá af flötinni yfir að brúnarhorninu, fram um aldamót.
Nú er það ófært, því að áin er búin að grafa sig þar niður. Foss-
dalir (102) eru vestur af rjettinni, allt að Löngulág, grösugir og djúp-
ir hvammar og lautir í heiðarbrúninni; einn þeirra heitir Djúpalaut