Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 122
122
(103), fram undan sauðakumlinu; standa Sauðaborgirnar á brúnum
dalanna. Vígið (104) eða Einvígi, eins og það er venjulega nefnt,
er einkennilegt klettableti, sem gengur langt út í ána vestan megin
og þrengir mjög að henni. Segja munnmæli, að þarna hafi þeir
skotizt á spjótum, Flosi og Ingjaldur, eftir Njáls-brennu.1) En fræði-
mönnum, sem hafa rannsakað það mál, finnst það ólíklegt, vegna,
óhagstæðra aðstæðna og úrleiðis fyrir Flosa til Þríhyrnings; en berg-
lialinn sennilegast fengið nafn af öðrum atburði, eða af sjerkennileik
sínum.2) Fyrir vestan Einvígi, en norðan Fossdali, er hóll með klettum
og steinhnullungum, sem nefndur er Steinhóll (105). Fyrir norðan
hann er heiðin jafnlendari, einkum innan til. Innst eru Láglendin,
Syðra- og Innra-láglendi (106); eru þau nokkru lægri en heiðin, senni-
legast gömul bakkabrot frá ánni. Tveir klettar eru í ánni, hvor á móts
við sitt Láglendi; heitir sá fremri Karl (107), en sá innri Kerling
(108). Dvergur (109), son þeirra, er nokkru framar. Er girt í hann
nú þvert yfir heiðina úr sandgirðingu. Fyrir austan Innra-láglendi er
Hestasteinn (110), stór klettur, sem hestar munu hafa hamað undir
í óveðrum. Nú er fjárborg reist upp við klettinn. Innsta graslendið
er nefnt Tagl (111).
Þá eru talin upp örnefni á graslendinu austan-megin, og hraun-
in blasa við gróðursnauð, sendin, grýtt og svört. Jarðvegurinn er
þur og ríkur upp í rokum, vatn allt horfið af yfirborði; hverfur
með gróðrinum. Stór vikurmöl liggur ofan á öllum gárum, sem verið
hefur of þung að veðrast burt. Vikurlagið er hjer alstaðar í jörðu,
á svo sem hálfrar álnar dýpi; hefur það komið úr einhverju ógur-
legu Heklu-gosinu, ef til vill 1766, eða áður; eflaust á Hekla sinn þátt
í þessari miklu eyðileggingu. Líkur eru til, að uppblásturinn hafi upp-
haflega byrjað inni á afrjetti, Grasleysisfjöllum, og stefnt til vestur-
áttar um Skógsöldu. Gárinn hefur verið mjór í fyrstu; sýndu það
bakkabrot á graslendinu til beggja hliða, er voru fram yfir miðja 19.
öld. Nú er komið töluvert hnjótalíf víða um hraunin og kindastöðvar.
Vallartanginn (112) liggur inn af Austurheiði og Þrívörðuheiði
að Árholti (113). Um 1870 var hjer gömul kona, er mundi eftir því,
að ekki var stigið fæti á sand upp að Árbæ, hefur þá hvort tveggja
verið gróið. Þá var enn óblásinn tangi þar með víðimelum; sennilegt
að nafnið sje komið af því. Vestur af Árholti, við ána, er Gunnars-
steinn (114). Ber hann nafn Gunnars á Hlíðarenda. Hann hleypti
þangað undan óvinafyrirsát við Knafahóla. Barðist þar með bræðr-
um sínum, Kolskeggi og Hirti, móti ofurefli liðs, eins og segir í
1) Árb. 1902, bls. 5—7. 2) Árb. 1928, bls. 12.