Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 123
123
Njálu. Áin hefur þá líklega legið að klettinum. Síðar hefur hún
grafið sig og fallið frá honum. Þar, undir Árholtsbrún, hefur verið
vað á ánni; sáust þar gamlar götur í hæfilega blásnum jarðvegi.
Legið úr Innhlíð um uppsveitir til Þingvalla. Hyggur Vigfús Guð-
mundsson frá Keldum, að Holtsvað hafi verið þar.1) Skammt frá
steininum sjást enn Dysin (115) á smáhólum, sitt hvoru megin Fjalla-
baksvegar (116), sem nefna má hjer í þessu sambandi. Hann var
fyrrum höfuðleið skaftfellskra bænda til kaupstaða, Eyrarbakka og
Keykjavíkur. Nú er hann lítt farinn, nema af fjallmönnum í afrjett-
arsmölun. Undir Árholtinu er bæjarrúst; nafn óþekkt, nefnd Árholts-
rúst (117). í Vallartanganum stendur Vallartangaborgin á hæsta
hólnum; úr notkun síðan melar bljesu þar, komin að hruni.
Sandgiljusljetta(118)liggur norðvestur-af Vallartanga, milli brúna.
Sandgilja hefur flætt þar yfir mikið svæði og myndað víðáttumikla
eyrarfláka. Þar hefir að líkindum átt upptök sín gári sá, er eyðilagt
hefir Keldnahraun norður af bænum, og líklegt, að fyrsti blásturinn
heim á túnið hafi stafað þaðan. Sást í gömlum sandhrúgum á tún-
inu rauð brunasteinsmöl samskonar og á Sandgiljusljettu. Á sljett-
unni miðri er Hálftímaklettur (119); þaðan er hálftími frá bænum;
og Steinkuvarða (120) ; er hún kennd við vinnukonu á Keldum og
ber það nafn síðan, að þarna voru melaslægjur fyrir nálægt 50 árum.
Blöðkumelar voru þá geysimiklir á sljettunni og í Vallartanga, sam-
hengisflesjur, er náðu næstum brúna á milli. En fyrir aldamótin fóru
þeir að blása og barst þá óskaplega mikið af sandi heim. Túnið varð
kápótt, öll upp- og austur-túnin urðu svört eins og bik í austanveðr-
um. Var það óhemju-verk að hreinsa það burt aftur og aftur. Nú eru
melarnir allir örblásnir. Fyrir innan Sandgiljusljettu er gljúfur í ár-
farveginum, nefnt Þrengsli (121). Eftir kláðaniðurskurðinn um 1860
voru byggðar þar almenningsrjettir fyrir hreppinn og rjettað þar í
eitt ár, til varúðar gegn smitun í aðalrjettum, að ráði Guðmundar
Brynjólfssonar. Dilkar sjást enn undir hömrunum. Fjeð var haft í
óblásinni heiðarspildu, er hjet Haldið2) (122) og lá inn með Sand-
.gilju; hellir er vestast í því. Sandgil (123) forna er landnámsjörð.
Kolur Óttarsson byggði þar fyrstur ;hann nam land fyrir ofan Reyðar-
vatn og Stolckalæk og vestan Tröllaskóg. Bærinn hefur staðið á fögr-
um stað í viki milli tveggja hraunbrúna, Laufflatar og Lægriskógs-
braunsbi'únar. Áin Sandgilja fjell fram milli þeirra, meðfram bæn-
um að vestan, sennilega í sandgili, eins og nafnið bendir til. Engjar
1) Árb. 1927, bls. 13.
2) Guðrún fróða á Reynifelli (f 1905) mundi vel eftir því.