Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 124
124
hafa líklega legið beggja megin ár; sýna það varnargarðar miklir,
er enn sjást. Sandgil fór í eyði 1692 af sandi. Nú er þar nýgræðings-
hrúgald. Sandgil yngra (124), eða flutt, stóð sunnar, vestan í Lága-
skógshraunsbrún; enn í byggð 1760.1) Sunnarlega undir sömu brún
eru Guðmundar-hnubbar (125), kenndir við Guðmund Erlendsson í
Keldnaseli, er sló þar stundum blöðku, en Keldnabóndinn gerði upp-
tækt (Árb. Fornlf. 1889). Fyrir sunnan þá er Klaufin (126). Hún
skilur brúnirnar að, Árholts og Lágaskógshrauns.
Litlaskógshraun eða Lágaskógshraun (127) liggur uppi á brún-
inni að Sandgilju og Hærri-Skógshraunsbrún að norðan og austan.
Upp-af Guðmundar-hnubbum (suðvestast) er það nefnt Ósljetta
(128). Sunnan í henni er skjólgarður, hlaðinn frá Árbæ eftir miðja
19. öld. Suðaustan-í hrauninu er Litli-Skógur (129). Ekki er kunnugt,.
hve nær hann fór í eyði. Nú er þar umhverfis talsvert hnjótalíf.
Uppi við hærri brún er Stóra-Skógslágarmynni (130). Norðar, und-
ir sömu brún, er Skógarhraunsrúst (131); að líkindum eyðibær; nafn
óþekkt. Þrír hringar, stórir, eru fyrir suðvestan rústina. Nyrzt í
hrauninu eru Rauðhólar (132), eldbrunnir og rauðir, sennilega gaml-
ir gígir.
Tröllaskógshraun (133) eða Stærra-Skógshraun liggur uppi á
brúninni fyrir innan það lága. Fyrir suðaustan hraunið er Stóra-
Skógslág (134) ; ekki er ósennilegt, að þar hafi lækj aruppspretta
verið og runnið út Klauf. Nú er þar nokkurt hnjótalíf. Fyrir austan
Skógslágina, en vestan Húsabrúna í Árbæjarlandi, er bæjarrúst; nafn
óþekkt. Norðurhluti Skógarhrauns heitir Herjólfsheiði (135) ; ,,heiði“
hefur haldizt í nafninu, þó nú sje apalhraun. Þar er smávarða, jafn-
vel hlaðin af Bimi Gunnlaugssyni, nefnd Herjólfsheiðarvarða (136).
Fyrir norðaustan Herjólfsheiði er Skotavöllur (137), nokkru lægri.
Þar var slegið frá Keldum fram yfir miðja 19. öld. Nú er hann gróð-
urlausar moldir. Suðvestan hans, inn með Sandgiljufarvegi, eru Grá-
hellumelar (138), eða „Gráullume]ar“. Þar var sleginn gráviður fram-
yfir miðja 19. öld. Þeir voru þá gráhvítir yfir að líta, eins og grá ull
eða hella. Um 1856 var 9 faðma hey í garði af gráviði, upphlaðið, og
annað 7 faðma af blöðku. Árið 1836 er ábúendum Króktúns og Tungu
leyft að höggva þar skóg til kolagerðar — ljádengslu. En nú, eftir
1) í Sandgili bjó síðast einsetumaður, er Guðni hjet; varð hann úti á
Hrísnum frá Víkingslæk. Það var á fimmtudegi, en hann var jarðsettur á
sunnudegi. Vinnumenn frá Kirkjubæ komu þar síðar að tómum kofunum og
kölluðu inn: „Gefðu okkur að drekka, Guðni“. Var þá svarað innan-frá: „Bíðið
þið þá“. Hjeldu þeir þá hið skjótasta á burtu.