Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 125
125
100 ár, er þar einungis gróðurlaust apalhraun, allur gróður horfinn
út í buskann.
Tröllaskógsalda (139) eða Skógsalda, eins og hún er venjulega
íiefnd, er fyrir suðaustan Gráhellumela og austan Skógshrauns. Aldan
er úr móbergi, en hraun hefur runnið umhverfis hana, hún er 235
m. á hæð og víðsýni mikið þaðan suður yfir sveitina. Að heiman
ber hana sunnarlega í Vatnafjöll. Bærinn Tröllaskógur (140) hefur
staðið útsunnan í öldunni. Bæjarstæðið hefur verið fallegt og víðsýni
mikið. Tröllaskógs er getið í Njálu; sennilega hefur þar verið stór-
býli, sbr. Litla-Skóg, nokkru sunnar. Að líkindum hefur kirkja verið
þar — mannabein hafa fundizt þar —, en farið af fyr en kirkjumál-
dagar sýna,1) sem nú eru til. Skógurinn hefur sennilega verið stór-
vaxnari en annars staðar; líklegt, að gárinn austan-af afrjetti hafi
þá verið tekinn að nálgast og landið þarna umhverfis fengið hæfilega
gróðurmold úr honum. (Nema þá að bærinn sje kenndur við dul-
vætti, sbr. Þórsmörk). Fyrir norðan Skógsöldu er Litla-Skógslág
(141) ; hún var kvistlendi fram yfir 19. öld, en er nú sandi orpin.
Þá eru talin upp örnefnin austan Sandgilju og verður nú byrjað
innst vestan-megin og haldið svo fram.
Rauðkollur (142) er innstur í mörkum afrjettar, eldrauður og
brunninn, að líkindum gamall eldgígur. Hann ber norðan-við Vatna-
fjöll að heiman og er þriggja tíma ferð þangað. Hæð yfir sjávarflöt
er 280 m. Fram-af Rauðkolli liggur nokkur hluti hrauns þess, sem
nefnt er Gráhraun (143); dregur það nafn af hinum fagra, silfur-
gráa blæ gamburmosans, er þekur öll hraunin fram-af Heklu, milli
Vatnafjalla og Selsundsfjalls. Mun meiri hluti þeirra hafa runnið
fram eftir landnámstíð. Segir Jón pr. Egilsson, að árið 1436 hafi
Hekla gosið og tekið af 18 bæi norður-undan Keldum. Suðvestur af
því hrauni eru Vellimir, Geldingavellir (144) og Austurvellir (145);
eru þeir í mörkum afrjettar. Vellirnir eru sljettlendir, gras- og mosa-
grónir, en fullir af vikri. Til vesturs frá þeim (suður af Móhellu) í
afrjetti er stór klettur, nefndur Gægir (146). Fyrir sunnan Vellina
er blásið hraun, sem nefnt er Torfuhraun (147), er það kennt við
óblásnar grastorfur, en þó sundurskornar af sandgárum, kallaðar
Torfur (148). Sjálfsagt hafa þeir, Geldingavellir og Austurvellir, ver-
ið einn samgróinn völlur, áður en bljes; nú er langt blásið bil milli
hvers þeirna.
Melakot (149), eyðibær, mun draga nafn af víðimelum, (sbr.
1) Er mikið skrifað um eyðibýlin í Keldna-landi i Árb. Fornlf. 1898, og
svo miklu meina af Skúla Guðmundssyni á Keldum, í riti, sem er óprentað,
Eyðibýli á Rangárvöllum.