Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 126
126
Melakot við Kirkjubæ, þar eru enn miklir víðimelar) . 1 Melakoti er
nokkur túnblettur, sem þó er klofinn í tvennt af sandgára. Túninu
hallar mót suðri og hefur bæjarstæðið verið fallegt. Rústir eru þar
miklar. Nokkru vestar er forn vatnsveitugarður, hlaðinn úr grjóti
fyrir Sandgilju. Nú er Sandgilja löngu hætt að renna fram; hverfur
í sandinn fyrir sunnan Vatnafjöllin. Melakot er fyrir ofan farveginn,
móts við Skotavöll. Á Skotavelli sáust 8 götur samhliða, í hæfilega
blásnum jarðvegi, er legið hafa milli Tröllaskógs og Melakots( Árb.
Fornlf. 1928). Af Skotavelli og Gráhellumelum brauzt gárinn fram
og gekk yfir allar vesturheiðarnar.
f vesturátt frá Torfunum eru Löngubrekkur (150), háar og
fagrar grasbrekkur. Löngubrekkuhóll (151) er uppi á hábrekkunni.
Nokkru austar er Pálssteinn (152), í mörkum afrjettar, Dagverðar-
ness, Kots og Keldna. Hann er allstór, klofinn í tvennt, sjest af Aust-
urtúni. Til er þjóðsaga um uppruna nafns hans: Einu sinni var bóndi
í Haukadal, er Páll hjet. Hann var þjófgefinn og lagðist út í helli, sem
er þar skammt frá bænum. En er menn urðu varir, hvar hann var,
flýr hann til Pálssteins og heldur þar til í klettaskorunni. En hans
varð vart á ný, og er þá eltur þaðan, bæði ríðandi og gangandi. Mælt
er, að hann hafi sprungið á Geitasandi fyrir neðan Reyðarvatn. Kdett-
urinn stendur á Gráhraunsbrúninni; nokkru vestar er syðsti tangi
þess, Gráhraunsnefið (153). Litunarmosi er þar á klettunum, eins
og víða um Gráhraunið. Áður fyr notuðu húsfreyjur hann til litunar,
meðan erlendi liturinn þekktist ekki. Á stríðsárunum, meðan hörgull
var á litarefnum, komst mosinn í tízku aftur um skeið. Hraunið um-
hverfis Pálsstein hafa sumir nefnt Pálssteinshraun (154). Kolviðar-
hraun (155) liggur um hagamörk Keldna og Dagverðarness. Eins og
nafnið bendir til, hefur þar verið skógi vaxið og gert til kola; sjást
þar enn margar kolagryf jur. Nú er það vaxið mosa og finnungi. Fyr-
ir sunnan það er Eldiviðarhraunið (156). Skarðshólmar á milli; þeir
eru flatlendir og grónir, með háum hraunbrúnum umhverfis. Ekki
ósennilegt, að þeir sjeu öldutoppar, sem hraunið hefur fallið umhverf--
is. Stóru-Skarðshólmar (157) eru austar og Litlu-Skarðshólmar
(158) nokkru vestar. Var það trú manna áður, að bærinn Eystra-
Skarð hafi staðið þarna, en það er ólíklegt; hitt gat verið, að Skarð
hafi átt land þangað.
Eldiviðarhraunið er allmikið landflæmi, sem liggur til austurs og
vesturs. Það er víða gróið, einkum norðan-til; suður-hluti þess er
blásinn, og gengur árlega á það. Skógur var þar fram á 19. öld.
Um 1824 lét þáverandi ábúandi Keldna, Páll Guðmundsson, taka ofan
af tveim hestum skóg, er presturinn á Breiðabólsstað, Torfi Guð-