Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 127
127
mundsson, lét höggva í Eldiviðarhrauni. Hann vildi eigna það Dag-
verðarnesi, en það lá undir Breiðabólstað, og fjekk úrskurð sýslu-
mannsins (Bonnesen að Velli), en Páll áfrýjaði til landsyfirrjettar
og vann málið. — Eru dómsskjölin til í Þjóðskjalasafninu. Innar-
lega í Eldiviðarhrauni eru Kjálkahólar (159). Þeir eru mosa og grasi
grónir, og er djúp, grösug og falleg laut milli þeirra. Þeim svipar til
samfastra kjálka með kryppuna upp.
Sunnan í Eldiviðarhraunsbrúninni í austur af hólunum, en vestur
af Melakoti, er Melakotshvammur (160), grasbrekka, sem er að blása
upp. Austur af honum er Skjólsteinn (161). Torfi prestur vildi eiga
land í hann úr Pálssteini. Það þá sagt nýtt örnefni (dómsskjölin).
Nokkru vestar í sömu átt er Þjettaló (162). Þar var skógur fram
yfir miðja 19. öld. Um 1874 var höggvinn skógur þar frá Keldum.
Þá var jarðvegurinn að flettast af — blása — og því einsýnt um af-
drif hans. I brúninni skammt vestar er tófugreni. Uppi á brún fyrir
vestan Þjettuló eru stórir klettar, sem heita Stóru-steinar (163), og
eru Stórusteinaflatir (164) milli þeirra, örlitlar. 1 brúninnni fyrir
suðvestan þær er Hlíðargötuhvammur (165). Liggur gata um hann
frá Koti um Sandgil til Fljótshlíðar, nefnd Hlíðargata (166). Skýrir
nafnið, að hún hafi verið fjölfarin fyrrum til og frá Fljótshlíð. Nú
aðeins farin af næstu bæjum. Hlíðargötuhóll (167) er líka kenndur
við götuna. Hann er á norðurbrún Eldiviðarhrauns. Fyrir sunnan og
vestan Hlíðargötuhvamm, í suðurbrún Eldiviðarhrauns, er Hrafna-
seinslág (168) og Húsagötuhvammur (169). Þar voru töluverðar
byggingar, fastar kvíar, tvíhlaðnar, fyrir 100 fjár, og hesthús; nú
eru þær sokknar í kaf af sandi. Fyrir vestan hann eru Smáhvamm-
amir (170). Suður af þeim er borg — fjárhringur, 40 fet í þver-
mál, tvíhlaðinn, mikil hleðsla. Ókunnugt er, hvort byggingar þessar
hafa verið frá Keldum eða hjáleigum þeirra.
Fram í minni núlifandi manna var Eldiviðarhraunsbrúnin öll grasi
gróin, með djúpum hvömmum og hvilftum, skrýddum ýmis konar
trjátegundum: gulvíði, grávíði, sortulyngi, hrútaberjalyngi o. fl. Var
hún afburðafögur og skjólgóð. Vottar nú lítið fyrir þeirri horfnu
fegurð. Sandurinn brunar fram af brúnunum, og er löngu búinn að
fylla allar dældir og dali.
Sauðanef (171) gengur lengst til vesturs af Eldiviðarhrauni.
Vestan-undir þvi nefi, við götuna að Koti, stóðu almonningsrjettir
fyrir hreppinn fram yfir aldamót 1800 (nálægt 1820). Hjetu þær
Keldnarjettir (172). Hefir þar verið fagurt rjettastæði meðan um-
hverfið var grasi og víði vaxið. Skammt norðar með brúninni er
Rjettabugur (173), fallegur hvammur, enn óblásinn, en naumast