Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 128
128
mun þess langt að bíða, að hann blási. Sandurinn er farinn að teygj-
ast fram á brúnina. Þar er áningarstaður uppbæja til og frá kirkj-
unni.
Gömul fjárborg, byggð 1885, rifin 1896 (Sauðanefsborg), er milli
bugsins og nefsins. Vestur-af Rjettabug liggur Fornurjettasandur
(174). Það er víðlendur sandfláki, vikurborinn og gróðursnauður.
Á honum stóðu Keldnarjettir elztu (175). Þær voru fluttar þaðan að
Sauðanefi undan sandi.
Fyrir sunnan sandinn eru Mosarnir (176). Vestur-af Rjettabug
eru þeir nefndir Rjettarflatir (nýtt nafn); sagast árlega á graslendið
frá báðum hliðum. Mosarnir náðu áður yfir Fornurjettasandinn og
upp að Hrísum í landi Dagverðarness. Landslagið er þar sljettlent og
gróður mest finnungur og mosi, mjög ólíkur því, sem var í hinum
gróðurríku kvistlöndum umhverfis. Líklega eru það öldur, sem hraun-
ið hefir umkringt.
Blesuvikshóll (177) er fyrir vestan Mosana (Rjettarflatir). Þar
mætast lönd Reyðarvatns, Dagverðarness og Keldna. í Rjettaheiði
(178) stóðu Keldnarjettir síðustu (179) fram til ársins 1892, er þær
voru fluttar undan sandi í Reyðarvatnsland, þangað er þær standa
nú. Rjettaheiðin var grösug og víði vaxin fram yfir 1882, en nú er
þar eyðihraun og nafnið að týnast úr tölunni. Heiðin lá fyrir sunn-
an Mosana. Gömul fjárborg, byggð 1881, var spölkorn fyrir framan
rjettirnar (Rjettaheiðarborg); rifin aftur 1896, ásamt síðustu Sel-
tungnaborginni; toldi þar þá engin skepna, allt þar umhverfis var
orðið svart af sandi. Markhólstungur (180) voru áfastar Rjettaheið-
inni, og austur af henni og upp á brúnina, og náðu allt austur að
Sandgiljufarvegi, að Skotavelli, sunnan Eldiviðarhrauns. Fram til
1875 voru þær allar grasi grónar, með hnjeháum víðirunnum og miklu
grasi; nú eru þær allar blásnar niður í möl og grjót. Austarlega á
þeim, suður af Melakotshvammi, er Markhóll (181), sem tungurnar
draga nafn af, en nafn hans mun líklega dregið af mörk (skógi).
Markhóll var landsuður-hornmarkið, er Staðar-prestur vildi eigna sjer
land í. Austast á tungunum er bæjarrúst, er Brynjúlfur frá Minna-
Núpi nefndi Markhólsrúst (182); annars er bæjarnafnið óþekkt. —
Fyrir norðan rústina er gamall vatnsveitugarður, fyr nefndur. Fyrr-
um, meðan rjettað var í Keldnarjettum, var fjallsafnið rekið út hjá
Skógsöldu, um Skotavöll og út Markhólstungur. Milli þeirra og Eldi-
viðarhrauns brauzt gári fram, er eyðilagði Keldnarjettir við Sauða-
nefið. Axarhraunið (183) er samhliða Markhólstungum og nær frá
Sandgilju (vestan Herjólfsheiðar) og allt að Hraunshól (184), fyrir
neðan og vestan brúnina og Kotsgötu. Á honum er mælingahorn-