Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 131
129
mark herforingjaráðsins. Landnorður af hólnum sjást rústir af eyði-
býlinu Hraunkoti (185); sennilega sami bær og Undir-Hrauni (Dipl).
Ókunnugt er, hve nær það fór í eyði; blástur hefir ekki eyðilagt
það, heldur slægna- og vatns-leysi. Hraunshóll var útsuður-hornmark-
ið, er Torfi prestur vildi eigna sér í, eða Dagverðarnesi, eða með
öðrum orðum landið, sem hann vildi slá eign sinni á, var úr Páls-
steini í Skjólstein og suður í Markhól, þaðan í Hraunshól og Blesu-
vikshól. Er það um 1250 ha. lands (mælt eftir korti herforingja-
ráðsins) og í þá tíð frámunlega gott sauðaland. I Axarhrauni, dálítið
uppi á brúninni, er fjárhringur tvíhlaðinn úr grjóti, 10 feta þykkur
og á að gizka axlarhár, tvídyraður, norður og suður; þvermál 44
fet í kross. í Axarhrauni við Hlíðargötu er annar Hlíðargötuhóll
(186), hinn var í Eldiviðarhrauni. í minni manna var Axarhraunið
blásið út að Hraunshól, en farið að gróa á ný, einkum vestan-til; suð-
vestan í brúninni voru komnir kúahagar. Kúatorfa var þar þá nýtt
nafn. Víðirunnar og berjalyng spratt víðs vegar um hraunið, en það
fór allt á einn veg, þegar gárinn austan af Skotavelli gekk yfir
heiðalöndin umhverfis 1874—84. Töglin og Seltungur að sunnan og
Markhólstungur norðan. Ekki er ólíklegt, að nafnið Axar- sé til-
komið af gróðrinum, nema það sje eins og Öxará. Suður af lijetta-
heiði og Hraunshól liggur Knafahólaheiðin (187). Fram um 1885 var
gróður þar sams konar og var á Markhólstungum og í Rjettaheiði; nú
er hún öll blásin og nafnið að gleymast úr daglegri notkun. Nokkuð
er þar af blöðkuhnubbum. Fyrir 1920 voru þeir slegnir um nokkur
ar; tíndu þá krakkar mikið þar af kalöngum, 2—3 álna löngum,
«r voru fluttir heim til brennslu. Þverbrekknaborgir (188) (voru
byggðar 1864—65) og Þverbrekknahóll (189) eru norðvestast í Þver-
brekkum (190), sem komu nálega þvert yfir heiðina fyrir vestan
Knafahóla (191). Suðvestast á heiðinni er Kubbhóll (192) (kubbs-
legur), í mörkum milli Keldna og Reyðarvatns, og Fjárhóll (193)_
nokkru austar. „Knæfhólar“ eða Knafahólar, eins og þeir eru nefndir
í Njálu, eru austast í heiðinni. Þeir eru 5 að tölu og gnæfa yfir
umhverfið; hefur verið getið til, að af þeim sökum hafi nafn þeirra
upphaflega verið Gnæfhólar (Árb. Fornl.fjel. 1927). Norðvestasti
hóllinn heitir Vörðuhóll (194). 1 einum þeirra, þeim vestri við göt-
una að Koti, sat Starkaður undan Þríhymingi fyrir Gunnari á Hlíð-
arenda, en Gunnar hleypti undan að Rangá. í hólnum sjest enn votta
fyrir laut, þótt nú sje hún full af sandi. Lítið fyrir austan austasta
„Knæfhólinn" er gjafahringur.
Seitungur (195) liggja upp og inn brúnina fyrir austan Knafa-
hóla, austur með Axarhrauni á sömu brún. Þar voru óblásin víðilönd
9