Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 132
130
tíl 1882. Nú eru þær alveg gróðurlausar, og illreitt yfir þær, vegna.
gjótna og hola, sem huldar eru af mold og sandi. Keldnasel (196)
yngra stóð vestarlega á þeim (eitt ár). Síðast voru þar sex sauða-
borgir byggðar frá 1798 til 1840. Notaðar frá Keldum til 1882, þá
fór allt í sand. Austarlega á þeim stendur Digravarða (197) uppi á
hæð, landmælingavarða Björns Gunnlaugssonar. Keldnasel (198)
gamla stóð sunnan í Seltungnabrún (199), austarlega, þar sem hún
gengur lengst fram. Þar mun hafa verið selstaða frá Keldum og
byggt svo upp úr því. Undan sandi hefur það verið flutt vestur á brún-
ina. Jarðabók Árna Magnússonar nefnir ekki býli þarna, og hefir
það því byggzt síðar. Það fór í eyði 1782—83. Guðmundur Erlends-
son, er síðar varð stórbóndi á Keldum, var síðasti ábúandi þar. —
Fyrir austan bæjarnefið í Seltungnabrúninni var vatnsfarvegur;
mun þar hafa runnið lækur í gamla daga. Austur af Seltungunum
og áföst þeim voru Tungutöglin (200). Þau voru grösug og víði-
vaxin, slegin um 1880. Um það bil var sandgárinn að austan farinn
að skera sig inn í graslendið fyrir vestan Sandgilju. Er sennilegt,
að nöfnin Tögl og Tungur sjeu til komin af því. Nöfnin brenglast og
breytast við þessar byltingar höfuðskepnanna. Töglin voru með
geysilega háum bakkabrotum og risu því lengur móti gáranum en
vænta mátti; bar mikið á þeim heiman af túni. Nú eru þar svartir
hraunflákar og nöfnin gömlu eru týnd úr notkun. Hærri-Tögl voru
á sömu brún og Seltungur, landorður af Digruvörðu. Blásið var fyrir
austan þau frá Sandgilju, en landnorður af þeim, við Axarhraun, var
óblásin torfa, 40 faðmar á lengd, en örmjó, nefnd Langatorfa. —
Fyrir sunnan Digruvörðu var Dalurinn (201), sleginn um 1870, nú
fullur af sandi. Lágutungur (202) voru fyrir neðan og sunnan Sel-
brúnina að Sandgilju, fyrir ofan Sandgil, og vestur að Knafahóla-
heiði. Austarlega á þeim, suður af Digruvörðu, fannst Dagverðarness-
barnið, sem úti varð 1895, 3 ára gamalt, sent að Koti. Lágutunguhóll
(203) er þarna skammt undan og Dvergasteinn (204) fremst á brún,
líkur húsþaki. (Nýtt nafn, 60—70 ára). Gári, er brauzt fram milli Sel-
tungna og Lágutungna, eyðilagði Keldnasel gamla. Á meðan Lágu-
tungur voru enn óblásnar, voru þær þverbútaðar sundur, að líkind-
um eftir læk frá Keldnaseli. Há rof lágu að farveginum á báðar
hliðar.
Laufflatahraun (205) er fyrir sunnan Lágutungur að Sand-
giljusljettu, móts við Haldið, austan Sandgilju. Áður hjet það Lauf-
flatir; bendir til þess nafn á óblásnum bakka, sem enn stendur, og
heitir Laufflatabakki (206); er hann 9 álna hár frá jafnsljettu;,
minnkar hann árlega og mun falla í valinn eftir fá ár. Nafnið segir