Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 133
131
til, hvernig gróðurinn hefur verið. Nú er töluverður nýgræðingur,
næstum samhengisflesjur, sunnan-til í Hrauninu. Vestur af Lauf-
flatahrauni, en sunnan Knafahólaheiðar, voru geysimiklir víðimelar,
nefndir Melar (207). Nafnið er nú týnt úr daglegu tali. Fyrir sunn-
an þá, en í norðaustur og norður af bænum, er Keldnahraun (208).
Það nær út að Reyðarvatnslandi rneð brún að vestan, sunnan og
austan að Sandgiljusljettu og Laufflatahrauni. Blástur sá er nokkurra
alda gamall og hefur átt upptök sín frá landbrotum Sandgilju, eins
og áður er sagt. Hefur sá gári eyðilagt Reyðarvötnin eystri. Kots-
vegur liggur þvert yfir hraunið; heitir eystri hlutinn Austurhraun
(209), en Vesturhraun (210) fyrir vestan götuna. Við götuna, nokk-
uð ofarlega í hrauninu, eru vörðurnar mjög þjettar á kafla og heita
einu nafni Þjettuvörður (211), og sunnan þeirra er klettur með skoru
í gegn og vörðu á, sem heitir Klofakerling (212). Kerling (213) er
nokkru vestar, klettur á hól með vörðu. Þaðan og vestur að Reyð-
arvatns-mörkum eru töluverðir blöðkumelar, og voru þeir slegnir
um skeið (fyrir 1920), en nú eru þeir heldur að blása. Vestarlega á
þeim miðjum, suðvestur af Fjárhól, í Knafahólaheiðinni, er all-hár
hóll, er heitir Matarhóll (214), síðan engjafólk hafðist þar við. —
Fram undir brún er Jónshóll (215), Imbuhóll (216) og Þuruhóll
(217). Þessir hólar eru kenndir við börn Guðmundar Brynjólfssonar
á Keldum. Smalavegur þeirra var á nefnda hóla, að sitja fyrir rennsl-
isfje, meðan karlmennirnir fóru í lengri leitirnar. Þessir hólar heita
einu nafni Vörðuhólar. Átti Króktún land þangað, eins og áður er
sagt. Vestur-af Jónshól er Hraunborgarhóll (218). Þar voru þrjár
fjárborgir byggðar 1840 fram til 1882, þá toppfylltust þær af sandi.
Skömmu áður var þar skorið torf og þær tyrfðar með. Hraunslækj-
arbotn (219) er fyrstu upptök Hróarslækjar; efsti botn hans hefur
verið fylltur af sandi, en veturinn 1934 reif allan sand burt upp í
botn, svo að homstólpa á girðingu sandgræðslunnar fyrir Reyðar-
vatnslandi varð að færa vestar. í botninum mætast lönd Reyðar-
vatns, Stokkalækjar og Keldna. Kippingsdalir (220)liggja milli hrauns
og alda. Um 1870-80 voru þeir enn grasi grónir. Árið 1872 fótbrotnaði
þar Þuríður Ásmundsdóttir, prófasts í Odda, í háum götubökkum.
Hún var að ríða í brúðkaupsveizlu1) frá Keldum að Reyðarvatni (en
vegurinn lá þá þar) ; tók þá prestur2) spjöldin af handbókinni og
batt við. Sunnan í hraunbrúninni, við götuna að Reyðarvatni, vestan-
1) Jakobs Árnasonar frá Garðsauka og; Helgu Böðvarsdóttur frá Reyð-
ai'vatni.
2) Sjera Isleifur Gíslason, Vestri-Kirkjubæ.
9*