Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 134
132
vert, er stór klettur, nefndur Krummi (221). Nokkru austar uppi á
brúninni er Borgarklettur (222). Hann hlaut það nafn af fjárborg, er
byggð var við hann um 1920, fyrir kindur að standa í (er gengu í
melum). Á brúninni, skammt vestar, suðaustur af Imbuhól, er annar
klettur, líkur heysátu í lögun. Heitir hann Sáta (223). Norðaustur
af henni er Einbúi (224), einstakur hraunhóll, og Einbúadalur (225)j
fyrir norðan hann. Þuruhóll er í hánorður af bænum, uppi á brún.
Stór hóll með vörðu (áður nefndur). Við Dagverðarnessgötuna, fremst
á brún, situr Draugur (226). Hann er nú steingerður með vörðu.
Vestan-í honum er klettasylla, kölluð Kerlingasæti (227). Þar hvíldu
uppbæjakonur sig, er þær gengu til og frá kirkju.
Stærsti hóllinn inn og austur af brúninni heitir Innrihóll (228),
og Fremrihóll (229) nokkru vestar og minni. Þeir eru austur-við
Sandgil j u-f arveg.
Kirkjuhóll (230) er hátt í vestur að heiman, með bakkahárri gras-
torfu á miðjum hólnum, eins og reiðingur á hesti. Hann blæs allört
til beggja enda. Hóllinn hefir verið einkar-fagur, grösugur, hár og
brattur, og svipað til torfkirkju vestan frá. Um eða yfir 150 ár eru
síðan fyrst fór að fjúka á Kirkjuhól. Árið 1788 var komið faðms-
breitt flag í hann (Eyðibýli á Rang.). Þó gnæfir torfan á honum
enn, græn og fögur, yfir svart hraunið og öldurnar, sem sýnishorn
þess, hvernig þær hafa litið út áður en þær blésu. Hóllinn er ein
af móbergsöldum þeim, er ná þvert yfir Rangárvelli og álitið er að
sjeu ísaldarminjar. I hólnum á að hafa fundizt koparhringur sá, er
lengi var í kirkjuhurðinni, en er nú á bæjardyrahurðinni. Hann á að
vera úr skipi Ingjalds á Keldum, sem á að vera grafið þar með rá
og reiða. Hóllinn er í landamörkum Keldna og Stokkalækjar. Upptök
Stokkalækjar (231) eru fyrir norðan hólinn. Hann skilur lönd
Keldna og Stokkalækjar til Bergsnefs, þar sem hann fellur í ána.
Fyrir sunnan hólinn er Kirkjuhólsvað (232). Það var vað skaft-
fellskra langferðamanna. Þeir áðu í Kirkjuhólsnesi og lágu þar um
nætur.
Keldnakot (233) hjet býli fyrir norðan hólinn. Þar sjer til allmikilla
bygginga og túngarðs. Þar er nú allt blásið umhverfis fyrir æfa-
löngu. Um miðja 15. öld var býlið í byggð. Þess er getið í Biskupa-
annál Jóns Egilssonar. Hraunið fyrir vestan það að öldunum og
hraunbrúninni heitir Lágahraun (234). Fyrir austan það er stór
varða við veginn, kölluð Hornvarða (235). Nokkru austar með göt-
unni er Grákarl (236), stór, grár klettur, með vörðu.
Gildruhóll (237) er móbergsalda vestur við lækinn. Þar er allt
blásið umhverfis. Suðvestan í hólnum eru rústir af bæ. Gildruhóls-