Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 135
133
rúst (238); nafn óþekkt. Útsýnið þaðan er lítið og lokað; hefir því
bæjamafnið getað verið Gildra. Gildruhólshraun (239) liggur suð-
vestur-af hólnum. Það er nú heldur í uppgróningi; fjárborg stendur
þar, byggð 1902, nefnd Jaðarborg. Kom fyrir að fje hrakti vestur,
náði ekki í húsaskjól og fennti í brekkunum við Stokkalæk.
Þá er lokið að telja upp örnefnin í hraununum.
Króktúnsheiðin (240) liggur útsuður frá túninu, milli Stokkalækj-
ar og Keldnalækjar. Hún liggur öll á hrauni og blæs heldur að ofan-
verðu, á Jaðarinn (241), er liggur næst hrauninu. Jarðvegurinn er
þykkar og jarðlendið mishæðótt og einkar-fagurt, djúpar, grösugar
lautir milli lynggróinna hóla. Heiðin er kennd við býlið Króktún.
Fyrir sunnan Króktún er Króktúnslaut (242). Þar var um skeið
stekkjartún og síðan mjaltastöðull frá Keldum, austan og neðan við
kálgarðinn, sem nú er. Nef (243) (Króktúnsnef) er sunnanvert við
lækjamótin, Keldna og Króktúns, og suðvestan í því, við lækinn, er
Fagridalur (244), svo nefndur af Magnúsi Árnasyni (f 1919) frá
Dagverðarnesi, sem áði þar, þá er hann var við rjómaflutning Rang-
vellinga til rjómabúsins að Hofi. Girðing er framanvert við dalinn frá
læknum og norður að hrauni, notuð til slægna; fjárhús er innan
hennar, nefnt Nýja-hús (þó það sje elzt ærhúsanna). Sunnan í heiðar-
brúninni, móti Austurbug, sem er austan lækjar, er undirlendi með
læknum, sem heitir Litli-Bugur (245); þar var síðasta stekkjartún
Króktúns. Vestar er Stóri-Bugur (246). Þar er eyðibýli, Bugsrúst
(247), ogsjertil töluverðra bygginga (Árb. Fornl.fjel. 1898). Nafnið
er óþekkt. I Bugnum syðst skerst Vikið (248) inn í hann. Heiðin
upp af Bugnum austan gatna, heim að Nefinu áður-nefndu, er öll
nefnd Nef í daglegu tali. Fyrir norðan Buginn eru Bughólar (249),
og er Stóri-Bughóll (250) þeirra vestastur. Nokkru utar er Kaffi-
steinn (251), nýtt nafn; meðan slegið var í heiðinni, var kaffi drukk-
ið við hann. Útbugshóll (252) er fyrir ofan Útbuginn (253), en hann
liggur yzt og er lágt nes við Stokkalæk. Útbugsvað (254) er á yzta
tanga, en Stokkalækjarvað (255) eða Prestsvað var það nefnt, þá
er prestur sat á Stokkalæk; er á veginum að Stokkalæk. Skammt fyrir
framan vaðið er steinboginn nýi (256). Lækurinn rennur þar fram
í þrengslum, svo hægt er að hlaupa yfir. Páll Guðmundsson (áður-
nefndur bóndi á Keldum) sprengdi með púðri bjarg úr hömrunum
fyrir ofan og myndaði veg fyrir lækinn þarna, eftir að Gamli-Stein-
boginn (257) klofnaði og varð ófær. Lækurinn rann þarna undir
móbergshamra og myndaði steinboga. Enn rennur lækurinn undir
hamrinum, en hann er orðinn svo sprunginn, að hann er algjörlega
ófær. Milli Steinboganna er Gamla-vað (258)'. Varnargirðingin ligg-