Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 136
134
ui’ þvert yfir heiðina, frá Gamla Steinboga1) og austur að læk, í
Vörðuhólinn (259) ; vestan í honum stendur Vírhúsið (ærhús) og
skammt vestar Vírrjettin (260). Þar er rekið saman til rúnings á
vorin vestan lækjar; hvort tveggja ung örnefni. Gerði (261) var
hlaðið og girt út frá rjettardyrunum til hægðarauka við innrekstur.
Frá Steinboganum fellur Stokkalækur fram milli hrauns og öldu
í djúpu gili, Króktúnsgili (262). Keldna-megin eru brekkurnar
allar grónar og undursamlega fallegar. Fjöldi fannhvítra smáfossa
fellur fram undan blágrýtishömrum, en ofan-á móberginu, niður gróð-
urríkar brekkurnar. Þær heita Bólabrekkur (263), kenndar við smá-
ból. Skúti (264) er efst uppi af Gamla-Steinboga. Þá Króktúnsból (265)
eða Gamlaból; það er hraunból og var notað fyrir fjárhús, en hrundi
fyrir nokkrum árum. Syðst er Litlaból, eða Draugaból (266); mun
nafn það stafa af dimmunni, sem í því er. Það er neðarlega í gilinu
og er höggvið út í móberg, fallið niður innst. Bólið var fyrst stungið
út í tíð Þuríðar Jónsdóttur, húsfreyju á Keldum (frá 1852, t 1898),
árið 1894, líklega aldrei fyr; var þá % alin; þá var sett.geilin inn í
bólið, því þá voru flest fjárskýli fyrir innan bæinn gjörsamlega af.
Fyrir ofan það er Draugabólsbrekka (267), grösug, enda slegin, þó
bratt sje að reiða upp úr henni. Krókgilið (268) skerst lengst til
suðausturs. Þar var hlaðinn varnargarður (269) milli lækjanna fyrri
hluta síðustu aldar; hjet sá, er hlóð, Höskuldur Einarsson, bóndi í
Tungu. Hann bjó áður í Króktúni, og varð það að samkomulagi milli
hans og Guðmundar Brynjólfssonar á Keldum, að hann flytti að
Tungu. G. B. vildi heldur hagnýta sjer Króktún, það var nær.
Tunguheiðin (270) liggur fyrir framan Garðinn, milli Stokka-
lækjar og Keldnalækjar, og svo Rangár, og er sjálf varin af þeim.
Gamlir áveituskui-ðir liggja um hana þvert og endilangt. Keldnalækur
var tekinn upp fyrir ofan Garð, sjer þar til fyrirhleðslu vestan-megin.
Suður-af Garðinum, út frá Haldsporði, er Krókurinn (271). Vorið
1934 var byggð þar hlaða, til að gefa fje í þurrviðrum og nota beit-
ina. Skammt fyrir framan Garðinn er Djúpalaut (272). Fyrir austan
hana er gjafarhringur geysistór. Grjóthóll (273) er hóll nefndur við
Tungugötuna (274) ; stendur þar allmikið af grjóti og klettum upp
úr. I gilinu norðan á móti falla smálækir í Stokkalæk, sem nefndir
eru Efsti-, Mið- og Fremsti-Veiðilækur (275—276 og 277). Á jóla-
föstunni gengur silungur upp í þá til hrygningar, og var þá dálítið
veiddur í háf. Kúatangi (278) er móts við Kúaeyri, en þangað var
1) Skammt frá Gamla-Steinboganum, framanvert við vírinn, er þúfa, sem
er alveg eina og leiði, í eggsljettri laut, er snýr norður og suður. Segjia, munn-
mæli, að ekki megi grafa í hana; sje það gjört, þá eigi bærinn heima að brenna.