Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 137
135
Mnum á Stokkalæk vatnað, áður en vatnsleiðsla kom; við Miðlækinn
er Miðbali (279), en Fremstibali (280) við Fremstalæk.
Tunga (281) var syðsti bær í Keldnalandi. Hún var hjáleiga
frá Keldum og byggð fyrst 1611, en lögð úr byggð 1876, vegna sand-
ágangs heimajarðar; annars er land það, er Tunga hafði, óblásið.
Tungutúnið (282) er afgirt, sljettað fyrir nokkrum árum, og er slegið
í ærhúsin þar. Fjárhringur gamall er fyrir vestan bæinn; var hann
inangarðs, er túngarðurinn var hlaðinn, 1836—39, af Höskuldi Ein-
arssyni, bónda þar (úttektabók). Fossar (283) er kölluð landspildan
með ánni að Tungufossi (284). Hann er allhár og fellur fram af
þverhníptu bjargi; er því enginn silungur í ánni fyrir ofan hann,
nje lækjum þeim, sem í hana falla. Veturinn 1934 braut áin niður
mjög fagrar grundir vestur-af fossinum norðan ár og færði burt
meðal annars stein, sem nefndur var Strokkur. Það var blágrýtis-
klettur með djúpri holu (skessuketill), er líktist gömlu strokkunum.
Þá eru talin upp örnefni þau, er á hrauni liggja.
Tungubólshvammur (285) er milli Fossa og Tungubóls (286),
sem er klappað út í molabergsöldu, og var notað fyrir f járhús áður en
jötuhús komu. Það er hlaðið fyrir framan það, og það tók um 120 fjár.
Fyrir neðan það er Tungubólsbrekka (287). Syðst, undir móbergs-
hömrum fyrir sunnan Tunguból, var síðasti stekkur frá Tungu. Nú er
bergið hrunið þar og yfir gróið, sjest nálega ekki. Dalurinn fyrir norð-
an veginn, milli hrauns og öldu, norðan í móti, heitir Gapi (288). Fyrir
framan hann er Fjósaflötin (289). Hún liggur á móbergsöldu, sljett-
lend að ofan, en með háum bakkabrotum, einkum að sunnan frá ánni.
Áin brýtur sig fram smám saman inn í ölduna; lausasandskriður neð-
an-til, en móbergshamrar að ofanverðunni, er brotna og blása, og
hefur þar verið nefnt Svörtuloft (290) á síðari tímum. Á flötinni
sjer til mikilla áveituskurða frá fyrri tíð, — framhald þeirra úr heið-
inni. Graslendið hefur þar verið samfellt að Gapabrún. iSuðaustan-í
henni er Fjósaflatarbrekka (291); brotnar hún og blæs, með bakka-
brotum, eins og flötin. Fyrir norðan hana er Litla-Tungunes (292),
viðivaxið, og nokkru vestar Bláberjahólminn (293) í Stokkalæk; vex
þar geysimikið af bláberjum. Vestan-í Fjósaflötinni er Byskups-
brekka (294); heitir hún svo síðan Hallgrímur Sveinsson byskup var
á visitatsiuferðum um landið; áði hann þá í brekkunni; þótti hún
fögur og skírði hana því nafni. Brekkur og hvammar umhverfis
Fjósaflöt og Tunguból eru nú slegnar árlega.
Tungunes (295) liggur vestur-af henni, lágt nes, lyngi og víði
vaxið. Það er fremst í landareign Keldna, takmarkast af Rangá og
Stokkalæk. Rangá brýtur ört upp í það að framanverðunni. Fyrir