Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 142
Um útgáfu fornrita.
Nokkurar athugasemdir.
Frásögn Landnámu og Grettis sögu um skiptingu lands í Gnúp-
verjahreppi virðist bera það allgreinilega með sér, að þar sé málum
blandað. Þessu hafa menn fyrir löngu tekið eftir og ritað um, Kálund
í Islandslýsingu sinni (I., 190—191) og Brynjólfur Jónsson frá
Minna-Núpi í Árbók Fornleifafélagsins 1905. Ber báðum þessum höf-
undum saman um það í öllum aðalatriðum, hversu leiðrétta beri hina
fornu frásögn um landnámin, og hefir höfundur framanskráðrar
greinar um það efni ekki lagt neitt nýtt til þeirra skýringa, sem máli
skiptir, í grein sinni, þar eð hann fellst á skýringar fyrrnefndra
fræðimanna. Óþarft hefði því verið að gera sérstaka athugasemd við
grein höfundar, ef hann hefði takmarkað mál sitt við landnámin í
Gnúpverjahreppi. Að vísu hefði mátt segja, að það væri ónýtt verk
að fara að endurtaka það hér, sem aðrir hafa áður sagt um þetta
efni, enda er það satt að segja að bera í bakkafullan lækinn. Og eng-
um dettur í hug að taka það gilt sem afsökun fyrir því, að hann
skrifar grein sína, að þau rit séu í svo fárra manna höndum, sem
hafa að geyma „leiðréttingar fræðimannanna góðu, Kálunds og Bryn-
jólfs frá Minna-Núpi“, því að ef það hefði verið hans aðaláhugamál,.
að gera leiðréttingar þeirra sem víðkunnastar, þá myndi hann ef-
laust hafa leitað til einhvers víðlesnara rits en Árbókar Fornleifa-
félagsins. Slíkt er því fyrirsláttur einn til þess að dylja hinn raun-
verulega tilgang greinarinnar, sem sé þann að gera starfsaðferðir
útgefanda íslenzkra fornrita tortryggilegar, deila á textameðferð
þeirra og vinnubrögð í heild sinni. Hann játar það að vísu, að þeir hafi
unnið að mörgu leyti gott verk, en þó telur hann ruglings, skekkna
og ranghermis verða „augljóslega vart“ í nýprentuðu sögunum eins og
áður. Til þess að sanna þessa þungu ásökun á hendur útgeföndunum,
tekur hann eina skýringargrein neðanmáls í einu af þeim fimm bind-
um, sem út eru komin af hinni nýju útgáfu íslenzkra fornrita. Neð-
anmálsgrein þessi er á bls. 15 í Grettis sögu, og þar sem undirritaður