Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Qupperneq 143
141
hefir séð um útgáfu þess bindis, fellur í hans hlut að svara hér nokk-
uru til.
Þess skal þá geta í fyrsta lagi, að höfundur hefir algerlega mis-
skilið fyrmefnda neðanmálsgrein. Eg set þar alls ekki fram mína
eigin skoðun. Menn taki eftir orðalaginu: „Samkvæmt því, sem segir
hér og í Landnámu,------standa Ófeigsstaðir ekki í landnámi Ófeigs
grettis" o. s. frv. Það ætti hver meðalgreindur maður að geta skilið,
að eg er einungis að draga fram afleiðingarnar af orðum heimild-
anna og jafnframt að benda á, að naumast geti allt verið með felldu
um frásögn þeirra um þetta eða að minnsta kosti, að hún sé at-
hugunarverð. Nú var það vitanlega ógerningur að ræða þetta mál í
stuttri neðanmálsgrein, og þess vegna lét eg nægja að vísa til áður-
nefndra rita Kálunds og Brynjólfs frá Minna-Núpi, þar sem lesönd-
um gæti gefizt kostur á að kynna sér þetta efni rækilegar. Þar með
þóttist eg hafa gert það, sem hægt var að gera innan þeirra þröngu
takmarka, sem rúmið leyfir í slíkum skýringargreinum. Um þetta
segir þó höfundur greinarinnar hér að framan, að eg hafi sagt, að
Ófeigsstaðir og Skaptaholt hafi ekki verið í landnámi þessarra land-
námsmanna, og bætir því við: „Slík ummæli eru villandi og blekkja
söguna“. Eins og eg hefi sýnt fram á, eru þessar staðhæfingar alger-
lega út í bláinn og byggðar á misskilningi á orðum mínum í neðan-
málsgreininni. Mín eigin skoðun kemur þar ekki fram.
/ öðru lagi ætlast höfundur til þess, að eg breyti texta Grettis-
sögu umsvifalaust, svo að ummæli sögunnar standi heima við það,
sem menn nú ætla réttast vera. í stað orðanna: „Ófeigr nam inn ýtra
hlut, á milli Þverár og Kálfár“, myndi fyrrnefndur höfundur ætlast
til, að eg „leiðrétti" textann þannig: „Ófeigr nam inn ýtra hlut, á
milli Kálfár ok Laxár“(!) Látum nú vera, að svo hafi í rauninni ver-
ið. En það hefir aldrei staðið í Grettis sögu. Öll handrit sögunnar eru
samhljóða, svo að hér er ekki um að villast. „Milli Þverár ok Kálfár"
eru orð sjálfs höfundarins, og er þar engum afriturum til að dreifa.
Og þessi orð eru eldri en það. Það er sannað mál, að höfundur Grettis
sögu tekur þessa frásögn ásamt mörgum fleiri beint úr Landnáma-
bók. Og það er eigi heldur neinn ágreiningur um þennan stað þar.
Öll handrit Landnámabókar nota þessi orö í frásögn sinni af land-
námunum í Gnúpverja.hreppi. Þá frásögn verður því skýlaust að
rekja til sjálfra frumhöfunda Landnámu eða heimildarmanna þeirra,
en ekki til afritara. Engum útgefanda myndi því koma til hugar að
breyta texta á slíkum stað sem þessum. Villan, ef um villu er að ræða,