Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 146
144
texti sá, sem Finnur prentar á þessum stað í ósamræmi við aðrar
frásagnir í Landnámu og sennilega rangur. En auðvitað lætur Finn-
ur prenta eins og í handritinu stendur. Höf. er nú bæði undrandi og
gramur yfir því, að útgefandinn skuli enga athugasemd gera við
þennan stað, og er fullur vandlætingar yfir því. En hér er sem ella,
að honum er dulinn mergurinn málsins. Ástæðan til þess, að útgefandi
gerir enga athugasemd við þennan stað frá sjálfum sér, er blátt á-
fram sú, að útgáfa hans er einungis textaútgáfa, sem hefir það eitt
markmið að flytja texta handritanna eins og hann er. Útgáfan er
skýringalaus með öllu, handritamunur einn gefinn neðanmáls. Eng-
inn sanngjarn maður getur því ætlazt til, að þessi staður sé skýrður
fremur en margir aðrir, sem líkt er ástatt um. En höf. gerir þó hér
þá kröfu, að útgáfan sé annað og meira en hún er og henni er ætlað
að vera, og átelur svo útgefanda fyrir ófræðimannleg vinnubrögð(!)'
Hefði höf. viljað setja sig í spor útgefandans og skilja tilgang hans
og ætlunarverk útgáfunnar, myndi honum vafalaust ekki hafa komið
til hugar að leggja honum last á bak.
Að lokinni þessarri aðfinnslu við Finn Jónsson snýr höf. sér svo
að útgeföndum fornritanna og segir þeim fyrir verkum: „1 stað þess
að gera líking eftir þessarri útgáfu Landnámu (það er að líkjast
henni í því að láta kórvillur í textanum standa athugasemdalaust, að
því er höf. telur), tel eg útgeföndum fornritanna skyldast og sjálf-
sagðast að gagnrýna sem allra bezt undirstöðu og aðalefni sagn-
anna“ o. s. frv. Það er talsvert yfirlæti í þessum orðum höf., en meðan
ummæli hans um það, að útgefendur íslenzkra fornrita láti auðsæjan
„rugling, skekkjur, ranghermi“ og „kórvillur“ standa athugasemda-
laust í útgáfum sínum, eru ekki studdar frekari rökum en fram koma
í grein hans, þá verður að telja, að hann hafi fullyrt helzti mikið.
Fornritaútgáfan er miðuð við það, að vera við hæfi greinds
alþýðufólks hér a landi, sem vill lesa fornritin sér til gagns og
ánægju. Skýringargreinarnar neðanmáls eru ýmist til þess að skýra
beinlínis það, sem í textanum stendur eða til þess að vekja lesendur
til umhugsunar og athugunar. Mörg atriði eru þannig vaxin, að
ýtarleg umræða um þau heimtar margfalt meira rúm en svo, að
hún komist fyrir í neðanmálsgrein. Þegar svo er ástatt, verður út-
gefandi að láta sér nægja að vísa í bækur og ritgerðir, þar sem
lesendur geta fengið meira um efnið að vita, ef þeim leikur hugur
á því. Telji útgefandi efnið hins vegar mjög mikilvægt í sögunni
og valda miklu um réttan skilning á henni, þá vísar hann til for-
málans og ræðir það þar. Þessi aðferð er svo sjálfsögð, að hún