Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 148
S VAR.
„Sínum augum lítur hver á silfrið“.
Eigi ætlaðist jeg til, að greinarstúfur minn um landnámið í
Gnúpverjahreppi væri nokkur árás, eða móðgunarefni. Mátti vel af
greininni skilja, að mjer þótti að eins skorta nokkuð á heppilega
aðferð á útgáfu nokkurra fornrita vorra. En vitanlega varð jeg að
taka dæmi, til þess að sýna og sanna, hvað mjer fannst mega betur
fara, og jeg valdi þau dæmi tvö, er mjer fannst, að öllum mættu vera
augljósust, og gerði það alveg án þess að hafa í huga nokkra móðgun
eða kala til svo mætra höfunda, sem í hlut áttu.
Jeg er einn af því „alþýðufólki hjer á landi, sem vill lesa forn-
ritin sjer til gagns og ánægju“. En jeg hefi enga ánægju af því við
lesturinn, að slíta sundur þráðinn með neðanmálsgreinum um það
eitt, hvar megi leita að því, sem rjettara muni vera en það, er sagt
er þar, sem jeg var að lesa. Jeg kýs heldur, að þegar sje sagt, hvað
rjettara er álitið eða talið víst, og þá helzt í lesmálinu sjálfu, verði
því komið við, jafnvel innan sviga eða með leturbreytingu (eins og"
jeg tók fram), ellegar neðanmáls.
Annars hygg jeg, að þótt svo ólíklega brygði við, að allir helztu
„útgefendur“ yrðu sammála í dag um gildi „textaútgáfnanna“ marg-
umtöluðu, fyrir almenning, eða útgáfna eftir einhverju einu hand-
riti, sem ekki er frumrit, þá er ekki víst, að þeir yrðu allir sammála
um það á morgun. Og því síður, ætla jeg, að þess sje að vænta, að við
alþýðumenn hjer á landi, sem hin nýja og góða útgáfa fornrita vorra
er talin vera ætluð fyrst og fremst, sjeum hrifnir af sífeldum tilvitn-
unum í orðamun, oft ómerkilegan, í einu eða öðru afriti. Slíkt kann að
heyra til vísindamönnum, en síður alþýðu. Hún vill helzt fá að vita,
og telur sjer enn „skylt að hafa það heldur, er sannara reynist“.
Að öðru leyti læt jeg lesendur þessara þriggja pósta hjer að
framan dæma um rjettmæti þeirra og kurteisi.
V. G.