Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 150
148
an norður hraunið að túngarði í Skógarkoti og þaðan vestur eða
út á Þingvelli. Skammt austur frá Vellankötlu er stór grjóthóll, sem
heitir Böðvarshóll (28). Þar hjá er fjárhústóft, sem Þorleifur Ólafs-
son í Vatnskoti hlóð, en varð aldrei notuð.
Norðaustur af honum er Þingvallahellir (29). Var hann um
langt skeið notaður til fjárgeymslu á vetrum frá Þingvöllum; var
hann þó að öllu leyti illur til þeirrar notkunar, eins og flestir hraun-
hellar eru, einkum ef þeir eru lágir, því að fjeð reitir ullina af
hryggnum í berginu, og blautir verða þeir, þegar gólfið er orðið þjett
af áburðinum; og alltaf er í þeim bergleki.
Sunnan í hallanum upp-af Vellankötlu heita Fjárhúsbrekkur
(30), en þar sem brúnin er fullhækkuð við Litlu-gjá (31), er hóll
einn, sem heitir Litlu-gjáar-hóll (32).
Skammt fyrir vestan Vellankötlu, vestan-við gamla veginn, en
norðan-við hinn nýja, eru Tjarnir (33). Norðaustan-við þær eru Á-
mundahólar (34), að mestu grasi og skógi vaxnir. Austur-af þeim
er Nýi-stekkur (35); hvaðan hann hefir verið notaður, er mjer ó-
kunnugt um, en líklega hefir það verið frá Skógarkoti. Þar norð-
austur-af er Nýi-Þingvallahellir (36); fann Pjetur Jónsson, smali á
Þingvöllum, hann skömmu fyrir aldamót 1900; var hlaðinn fram-af
honum forskáli, eins og venja var til, og hann var tekinn í notkun
í stað hins gamla, sem áður var getið, en hann var síðan lítið eitt
notaður frá Arnarfelli. Suður frá honum er brekka með vörðubroti;
heitir Skúti (37). Þar norður-frá, vestan í hallanum, eru Klukku-
hólar (38); þeir eru tveir stórir grjóthólar með lautum og skógi;
standa þeir andspænis hvor öðrum, með slakka á milli. Norður frá
þeim, einnig vestan í hallanum, er Viðarklettsskógur (39), með kletti
þeim, er skógurinn ber nafn af, norðast og austast sunnan-undir svo-
nefndum Höfðum (40); nær skógur þessi austur á fulla hæð Brúnar
og niður að Eyðum (42), sem eru skógarlausar mosaflesjur.
Austur frá Klukkuhólum, uppi á Brúninni, þar sem hún er hæst,
er Hábrúnarklettur (42) ; er það einnig grjóthóll og ekki stór. Sunn-
an og vestan í Brún er skógur þjettur og hraunið grösugt, svo að
þar sjest valla á stein eða flag, nema þar, sem einstakir stórir grjót-
hólar eru, þrátt fyrir, að þar var allt af mest áníðslan með fjárbeit
og skógarhöggi. Frá Hábrúnarkletti liggur gjá, sem víða er að eins
smá-holur, suður hjá Litlu-gjáar-hól og niður að Vellankötlu; heitir
hún Litla-gjá (43) og var hinn mesti háski fjenaði á vetrum, er
snjóar voru, og unglömbum á vorin.
Eins og áður er sagt, heitir Klukkustígur þar, sem hverfur
hallinn á vestri barmi Hrafnagjár. Alla leið þangað frá Hallstíg er