Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 151
149
gjáin djúp, breið og að öllu hin hrikalegasta. Þar fyrir norðan verð-
ur austurbarmurinn hár á dálitlum kafla, en vesturbarmurinn nær
því jafn hrauninu, enda hækkar það þar á ný og hallar mót suð-
vestri; heitir sá halli Sigurðarsel (44). Sunnan í því er stór og falleg
brekka, sem heitir Sigurðarselsbrekka (45); suður frá henni, vestur
af Klukkustíg, er stór hóll, sem heitir Klukkustígshóll (46). Á gjánni,
þar sem barmar hennar eru orðnir jafnir, er Selstígur (47); þar
norður-frá eru fomar tóftir, sem má ske hafa verið hið virkilega
Sigurðarsel (48). Skógur var um 1900 stærstur og sverastur í Sig-
urðarseli, en þar fyllist fljótt að snjó, sjerstaklega í norðaustan-hríð-
um. Við norðvestur-horn Sigurðarsels er Hellishæð (49). Það er há
hæð, sem snýr h. u. b. í austur og vestur, með skógi vaxna gras-
brekku að sunnanverðu. Uppi á henni er hellir, ei all-lítill, sem not-
aður var frá Skógarkoti til fjárgeymslu. Hann var mörgum hellum
betri að því leyti, að hann var talsvert hár, en blautur var hann þar,
sem gólfið var lægst. Lægð lítil er við vesturenda Hellishæðar; fyrir
vestan hana er Litla-Hellishæð (50), dálítill hóll með vörðubroti;
sunnan undir henni, niður á Brún, er klettahóll, sem heitir Þorkels-
klettur (51). Norðvestur frá Litlu-Hellishæð er stór, sundurtættur
klappahóll, sem heitir Ketilhöfðaklettur (52).
Frá Litlu-Hellishæð hallar suðvestur að Viðarklettsskógi og
vestur að Höfðum (53), sem eru skógi og grasi vaxnar hæðir og
lautir, og ná þær norður að Mosalág, norður að Ketilhöfða (54).
Vestan-í hallanum, niður að Mosalág, heita Sláttubrekkur (55).
Mosalág er laut stór eða dalur norðan-undir Höfðum, vestan-undir
Sláttubrekkum. Norðan-við hana heitir Magnúsarklettsskógur (57).
Vestan-við hana er Mosalágarhæð (58), stór grjótbali, sem snýr h.
u. b. í norður og suður.
Austan-frá Sláttubrekkum, norður-af Hellishæð, er Flekkuhóll
(59) ; er hann stór um sig, með smá-hólum og lautum, allt skógi og
grasi vaxið. Norður af honum og Sláttubrekkum er Bruni (60) ; var
þar eyða mikil í skóginn, sem stafaði af því, að kviknað hafði í reið-
ingn á hesti og eldurinn komizt í skóginn. Það mun hafa skeð um
1859 (eða ’60). Var sá blettur þraut-beittur á vetrum; voru þar oft
hagar, þótt litlir væru annars staðar, og færð betri, því að þar reif
snjó meira, vegna skógleysis. Þrátt fyrir beitina óx þar aftur skógur
smátt og smátt; um aldamót voru komnir runnar um allan blettinn,
en sást þó mjög greinilega fyrir honum. Um 1930 sást hann tæplega
eða alls ekki.
Norðaustur-af Bruna eru Selhólar (61) tveir, annar með vörðu-
broti. Þeir eru rjett norður frá Flekkhól. Norðaustur-af þeim er