Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 152
150
Syðri-Gapahæð (62); snýr hún í suðaustur og norðvestur; er hún
skógi vaxin að suðaustan, en skógarlítill að norðaustan. Vestan-í henni
er sjerstakur klapparhóll; hann heitir Grenhóll (63).
Austur af Flekkuhól, norður frá Selstíg, eru tveir stórir, sjer-
stakir hólar með litlu millibili. Þeir heitá Svínhólar (64). Þar er
Þingvallahraun hæst og hallar þaðan í allar áttir, nema austur. Er
þaðan víðsýni mikið. Suðaustur af Svínhólum, norðaustur af Hrafna-
gjárenda (65), er allstór hóll, sem Rauðhóll (66) heitir. Fyrir norð-
an Svínhóla kemur Hrafnagjá aftur í ljós, þó miklu sje hún minni en
að sunnanverðu, og heitir nú Gaphæðagjá (67), og í Innri-Gapahæð
(68) hverfur hún alveg.
Nokkurn spöl suðaustur-af Svínhólum eru Gildruholt (69). Þau
eru á vesturtakmörkum Hrafnabjargaháls (70). Hallar frá þeim í
allar áttir, nema austur, en eru hærri miklu Svínhólum. Þau eru á
austurbarmi Gildruholtsgjár (71), sem byrjar í Gjábakkahrauni
(72), skammt austur-af Hallstíg, og heitir Bæjargjá (73) þangað til
vegurinn liggur yfir hana á móts við Gjábakkabæ; svo fær hún hitt
lieitið norður-fyrir Gildruholt. Þar hverfur hún á dálitlum kafla, og
heita þar Hlíðarflár (74). Bilið milli Hrafnagjár og Gildruholtsgjár
heitir einu nafni Torfa (75). Gildruholtsgjá er að því leyti frábrugð-
in Hrafnagjá og Almannagjá, að vestri barmur hennar hefur sigið
rjett niður með þeim eystri án þess að gjáin opnaðist nokkuð að
ráði, svo að þar ketur fremur kallazt berg en gjá. Hlíðarflár eru
dálítill blettur vestan-í Hrafnabjargahálsi. Norður-af þeim opnast
gjá mikil, sem heitir Hlíðargjá (76), sjest fyrir henni alla leið inn í
Skjaldbreið, og heitir Söðulhólagjá (77) fyrir norðan Prestastíg
(78). Vesturbarmur hennar er að mestu eins og áður-nefndur Hall-
ur, hann er hærri en hraunið að vestanverðu, og heitir Raftahlíð (79)
allt að Prestastíg.
Norður af Svínhólum hallar hrauninu talsvert til norðurs og
norðvesturs. Þar eru Gapahæðir (80), syðri og innri; á milli þeirra
er skógarlítið svæði. Þar er hóll einn sjerstakur, holur að innan, sem
hæðirnar bera nafn af; ofan-í hann er op stórt og heitir því Gapi
(81). Rjett hjá honum er annar hellir í flötum bala, sem hafður var
til fjárgeymslu frá Hrauntúni, þó illur væri. Innri-Gapahæð (82)
snýr meira til norðurs og suðurs en sú syðri og er skógarlítil. Að
vestan og norðan við Gapahæðir eru flatir hellubalar, mosavaxnir,
með lautum og slökkum, og skógarrunnum og hríslum í brúnunum,
nema á litlu svæði norður-með Raftahlíð eða Hlíðargjá, sem getur
íremur heitið heiði eða móar allt norður að Prestahrauni (83). Það er