Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Síða 156
154
einnig kvíarnar fluttar; var ánum hleypt út eftir kvöldmjaltir, og lágu
þær hreyfingarlausar, þar til birta tók. í túninu suðaustur-af bænum
er djúp laut, er Möngudalur (138) heitir. Beint austur-af bænum er
bali dálítill, sem heitir Harðhaus (139). Þar var ætíð hafður hrísköst-
ur, sem notaður var til eldsneytis á vetrum. Bærinn stendur sunnan í
hæð, sem nefndur var Balinn (140) ; uppi á honum voru fjárhús og
lieyhlöður. Þar, sem hann er hæstur, er sundurklofinn hóll, sem heitir
Rjettarhóll (141). Austan-við hann, norðan-við túngarðinn, var fjár-
rjett, og austan-við túnið tvö lambhús; nú er allt þetta óþarft orðið.
Austast í túninu var brunnhola, sem fljótt þraut vatn í; var þá eins og
í gamla daga leitað til gamla Ölkofra með drykk, og ef hann þraut,
sem sjaldan var, meðan brunnurinn var hirtur og haldið við, varð
að sækja vatn á hestum niður í Tjarnir, h. u. b. hálfrar stundar
ferð.
Milli túnsins í Skógarkoti, norðan við götu, sem liggur að öl-
kofra, er dálítill klapparbali, sem heitir Þverhóll (142). Austan-við
túngarðinn eru litlir klapparhólar; þeir heita Brunnklettar (143).
Austur-af lambhúsum, fyrir austan túnið, er stór hóll sundurklofinn,
;sem heitir Skygnir (144) ; er þaðan gott til yfirsýnar austur í
Brúnarhallann og yfir hraunið þar á milli. Hjeðan hallar hrauninu
lítið eitt austur að Höfðum og Mosalágarhæð (145); er á þessu svæði
skógarlítið, og þar eru Eyður (146) þær, sem áður voru nefndar.
Góðan kipp austur frá Skygni er hæð lítil, sem snýr frá norðri til
suðurs, með brekku vestan-í, sem heitir Sand-„Gíslahæð“ (147). 1
brekkunni er lítið gildrag með sandflagi, og gæti hugsazt, að hæðin
hefði nafn af gilinu og rjetta nafnið væri Sandgilshæð (148); stutt
fyrir austan hana eru strýtumyndaðir smáhólar, sem heita Strýtu-
hólar (149). Þar fyrir austan tekur við áður-nefndur Magnúsar-
kletts-skógur með Mangúsarkletti (150) h. u. b. í miðju; er það
nokkuð hár, sjerstakur hraunklettur; nær skógur þessi í austur að
smá-hólum, sem heita Músarhólar (151); eru þeir rjett fyrir norðan
áður-nefndan neðri eða vestur-enda á Bruna; norður frá þeim ganga
lágir og sljettir mosabalar með gras- og skógar-lautum, allt austur að
Syðri-Gapahæð.
Rjett fyrir norðvestan túnið í Skógarkoti er brekkumynd vest-
an-í hæð, sem heitir Rjettarhæð (152) ; skammt norðvestur þaðan
eru vörðubrot á þremur smá-hólum; þær heita Jafningjar (153).
Austan við þær liggur hin nýja gata upp að Hrauntúni, sem rudd
var um 1910 til 1912; áður var gatan upp svo-nefndar Brúnir (154).
Austur frá Jafningjum, skammt norðaustur frá túninu, heita Djúpu-
-dalir (155); eru þeir tveir. Þar austan-við er hin gamla Hrauntúns-