Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Side 157
155
_gata (156); á milii Djúpudala og Skygnis er hóll með vörðubroti,
sem heitir Gráa-varða (157). Þaðan frá Djúpudölum, hækkar hraun-
ið norður-eftir, og er það kallað einu nafni Brúnir 158). Er fyrst
Neðsta-brún (159); austast á henni er Smalavarða (160); er það
dálítil grjóthrúga, norður og upp frá Strýtuhólum (161); brúnin
er einnig kölluð Smalavörðubrún (162). Vestur frá henni, norður
frá Djúpudölum, eru hólar nokkrir, er heita Hrútaklettar (163).
Dálítið ofar en Neðsta-brún er Mið-brún (164), þá Efsta-brún 165).
Þar sjezt fyrst heim að Hrauntúni, þegar þessi gamla gata er farin.
Austur af Miðbrún eru Stórhólar (166) tveir, þar sem hækkar
hraunið til norðausturs frá Mosalág, þar til nokkuð fyrir norðan
Músarhóla og upp undir Tvívörður (167). Þær eru í stórum bala,
þar sem hraunið hættir að hækka, og heita þær nú Þorsteins-varða
(168). Því að rjett fyrir 1900 var vinnumaður í Skógarkoti, sem Þor-
steinn hjet Þorbergsson, og hlóð hann eina vörðu úr tveimur. Frá
Efstu-brún er mishæðalítið, gras- og skógar-lautir með smá-hólum,
heim að Hrauntúni. Stutt vestur af Efstu-brún er vörðubrot lítið,
sem heitir Markavarða (169). f Þingvallalandi var engum afnotum
skipt milli hjáleignanna, nema skógarhöggi.
Norður af Jafningjum er stór hæð, og norður af henni Miðhól-
ar (170), smá-hólar nokkrir; á milli þeirra og Markavörðu er all-
einkennilegur hóll, klofinn mjög og grasi gróinn að neðan; hann
heitir Eyvindarhóll (171). Hjá honum liggur hin nýja gata milli
Hrauntúns og Skógarkots.
Frá Markavörðu, fyrir norðan Eyvindarhól, gengur lægð tals-
verð til vesturs; sunnan-við lægðina er óglögg skógarrönd niður að
Miðhólum, en norðan-við hana eru hæðir, vaxnar þjettum skógi og
grasi, svo að varla sjezt á stein; þær heita Kolgrafarhólshæðir
(172); hæst á þeim er vörðubrot, sem heitir Litla-Gríms-varða1),
sem nú hefir lengi verið kölluð í daglegu tali Grímsvarða (173).
Við vesturenda hæða þessai*a er Kolgrafarhóll (174). Þaðan geng-
ur lægð til norðausturs alla leið að Stóruvörðu (175). Hallinn
austan við lægðina heitir Þrívarðnaskógur (176), sem hefur nafn af
þremur vörðum á austurbarmi Þrívarðnagjár (177), norðan-við
götu þá, sem er frá Hrauntúni út á Leira (178). Gjáin er að mestu
gjárholur á hraunbrúninni, þar sem lægðin byrjar að myndast frá
Kolgrafarhæðum norður-fyrir Þrívörður. Vestan-við slakkann hækk-
1) Manni kemur til hugar hvort hún kunni að vera kennd við Grím litla
eða hlaðin í öndverðu af honum. Hann mun hafa búið á Grím(s)stöðum (nú
Grímastöðum); sbr. Árb. 1905, bls. 44—46. M. Þ.