Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Blaðsíða 158
156
ar hraunið á dálitlum kafla vestur að Leiragjá1), (179) . I niiðjum
slakkanum er Birkihóll (180), talsvert stór um sig, klofinn mjög og
skógi vaxinn.
Frá Þrívörðum austur að Hrauntúni er hraunið fremur sljett,
grösugt og skógi vaxið. Rjett fyrir vestan túnið er Litla-varða (181)
og þjett við túngarðinn að vestan Hellishóll (182). Hrauntún var
fyrst sel frá Þingvöllum, en 1830 byggði Halldór Jónsson þar, og
bjó þar í mörg ár. Árið 1935 var það lagt algjört í eyði, eins og aðrar
jarðir í Þingvallahrauni.
Stutt fyrir austan túnið er Skygnisvarða (183); þar byrja
Skygnirnar þeir, er fyr voru nefndir. Að sunnan við þá gengur
slakki austur að Klofhól (184), sem er suður af Háskygnirahólum.
Stutt austur-af Skygnisvörðu er Hálfa-varða (183), og er hún sízt
meira en hálf. Á móti henni, sunnan við slakkann, eru litlir grjót-
hólar, sem heita Gráu-klettar (183), norðan-við Gaphæðaslóða
(187), sem að mestu voru fjárslóðar og lágu austur að Gapa; góðan
kipp þar suður-af er áður-nefnd Þorsteinsvarða. Dálítið austur-af
Hálfu-vörðu er Gamli-stekkur (188); í djúpum hólkrók sjest þar
glöggt til tófta. Nokkuð í hásuður þaðan er Þorsteinshóll (188a) og
suður af honum Kolgerðir (188b), mishæðótt svæði í skóginum.
— Norðaustur frá Hrauntúnsbæ gengur annar slakki norðan
Skygnira, norðaustur að Brúnavörðu (189). Eftir slakka þess-
um liggur Víðivallagata (190), sem notuð var til heyflutninga af
Hofmannaflöt í mörg ár. Norður af Gamla-stekk, sunnan göt-
unnar, eru Stórhólar (191) tveir; vestan hennar er Lamabgjárhraun
(192) alla leið frá Hrauntúni að Ármannsfelli, austur að Víðivöll-
um og vestur að Sandskeiðum (193). Austast í því, norður af Stór-
hólum, er Jarpmerarhóll (194). Þaðan norð-aústur frá eru Brúnir
með samnefndri vörðu á hæsta hólnum austan götu (195) ; er hún
góðan kipp suður frá Víðivöllum og suð-vestur frá Mjóafellsvörðu,
sem áður hefur verið getið. Norðaustur-af Brúnavörðu er laut, sem
oft stendur í vatn; þar heitir Grýlupollur (195a).
Frá Sláttubrekku eru ekki örnefni í sjálfu Ármannsfelli á þessu
svæði, en Stóra-gil (195b) er upp af Lambagjárhrauni og Litla-gil
(196) upp af Sandskeiðum, og Kriki (197) þar, sem Sleðaás (178)
gengur fram úr fjallinu.
Rjett fyrir norðan túnið í Hrauntúni er hóll, stór og djúpt
klofinn, og hefur verið notaður til að geyma í kindur yfir stuttan
tíma, með því að hlaða fyrir sprunguna, og er hún grasi vaxin í
1) Hún mun vera Kolsgjá sú, er Ari fróði getur um í íslendingabók; sjá
Árb. Fornlf. 1880—81, bls. 38, nrn. M. Þ.