Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1937, Page 160
158
þar fyrir innan til Þingvalla er kallað Leira (225). Örnefni eru eng-
in í Lambhaga, nema hólabelti, sem liggur þvert yfir hann þar, sem
tanginn byrjar, og heita þeir Lambhagahólar (226), og á þeim er
grjótgarður gamall.
Vestur frá Vatnskoti liggur götuslóði til Þingvalla, sem kallað-
ur var Vatnskotsvegur (227); lagðist hann af að mestu 1907, er hinn
nýi vegur var lagður litlu ofar. Með gamla veginum vestur frá
Vatnskoti eru óreglulegir balar, sem nefnast Hrossbeinar (228).
Litlu vestar er Katthóll (229), einstakur hóll með hundaþúfu. Þá
nokkru vestar er Kolgrafarhóll (230). Þar upp af er Kolgrafarhóls-
hæð (231), og ber hana hæst milli Vatnskots og Þingvalla. Þar liggja
gjásprungur til norðausturs og heita Kolgrafarhólsgjár (232). Það-
an skammt vestur er Hellugjá (233). Þá er Háa-gjá. Þar suðvestur-
af er Silfruhæð (234), all-stór bali frammi við vatnið; vestan-undir
henni er Silfra (235), gjá, sem svo heitir, sennilega vegna hins silf-
urtæra vants, sem í henni er, og liggur hún að Fjósaklifi (236) þar,
sem gamli vegurinn liggur heim að Þingvöllum. Vestan-við Silfru
er all-stór klapparhóll, mjög sundurrifinn, sem heitir Silfruhóll
(237). Rjett fyrir norðan hann er annar hóll, all-mikið sundurtætt-
ur, sem heitir Dagmálahóll (238), og norðan-undir honum dalur
samnefndur. Norðaustur-af hól þessum heitir Stöðull (239); er það
hvammur, nokkuð sljettur; þar var fjárrjett og kvíastæði frá Þing-
völlum. Vestan-við Dagmálahól er Fjósagjá (249), full af vatni; er
nú komin brú á hana á nýja veginum. Vestan-við hana er hóll í Þing-
vallatúni, sem heitir Svelghóll (241). Suður-af honum er Fjóshóll
(242). Norðvestur-af honum er dæld, sem Skeggi (243) heitir; hana
fyllti sjera Guðmundur Einarsson upp með grjóti. Þar vestur-af er
Miðmundatún (244). Norðast á því er Danski-dalur (245). Þá eru
Biskupshólar (246), norðan-við Þingvallabæ, vestan traðanna; aust-
an þeirra er Klukkuhóll (247). Þar austur-af er Kirkjutún (248) að
Kattargjá (249), sem liggur um Skötutjörn (250). Þar fyrir austan
eru Seiglur (251) ; um þær liggja Seiglugjár (252). Norðan-við Þing-
vallatún rennur lind ein úr gjáarsprungu, sem klakhús var byggt yfir
um 1880 af sjera Jens Pálssyni; var það eitthvað notað stuttan tíma
frá Þingvöllum.
Skammt fyrir austan Þingvallastöðul er Háa-gjá (253); yfir
hana liggur Gönguvegurinn (254) frá Skógarkoti á svo-nefndum
Steinboga (255). Litlu suð-vestar er stígur, sem heitir Brúnstígur
(255a). Þar fyrir austan Háu-gjá er Hellugjá (256) og Hellugjár-
balar (257), fyrir sunnan Gönguveg. Skammt austur-af þeim liggur
Gönguvegur um all-stóran, lágan bala; hann heitir Svuntubali (258).